Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL 3 Það var engin skylda aS hafa skóla fyrir börn á þeim árum, er hér hefur verið greint frá. Kennslan var því eigi kostuð af almannafé, nema þá e. t. v. að einhverju leyti úr viðkomandi sveitarsjóði. Aðallega voru skólarnir reknir með skólagjöldum, gjöfum eða fé úr styrktarsjóð- um, er gefnir höfðu verið til skólahaldsins. III. Á fyrri hluta 19. aldar vaknar áhugi og kröfur almenn- ings víða í Evrópu um aukna menntun og frjálsræði á ýmsum sviðum. Upplýsingarstefnan ryður sér braut. Is- lenzkir námsmenn við Háskólann í Kaupmannahöfn hríf- ast með og vilja vekja landa sína heima á Fróni og hvetja þá til dáða. Baldvin Einarsson og Fjölnismenn ríða á vaðið. En grein Jóns Sigurðssonar — síðar forseta —, er hann birti í Nýjum félagsritum árið 1842, mun þó mega telja að hafi orðið eins konar stökkpallur í skólamálefnum. Þessi grein Jóns Sigurðssonar í 2. árg. Nýrra félagsrita er 100 bls. Þar er greint skilmerkilega frá sögu skóla- mála hér á landi frá fyrstu tíð, ástandinu eins og það var, þegar greinin var rituð, og tillögur gerðar um úr- bætur. í upphafi ritgerðar sinnar um skólamálin segir Jón Sigurðsson á þessa leið: „Það eru einkum þrjú efni, er oss íslendingum standa á mestu að útkljáð verði bæði fljótt og vel: Þ. e. Alþingismálið, skólamálið og verzlunar- málið. Undir því, hvernig þessi mál verða kljáð, hvernig þetta þrennt kemst á fót, er að miklu leyti komin fram- för vor og að vísu það, hvað bráðgjör hún verður. Al- þingi á að vekja og glæða þjóðlífið og þjóðarandann, skólinn á að tendra hið andlega ljós og hið andlega afl og veita alla þá þekkingu, sem gjöra má menn hæfilega til framkvæmdar öllu góðu, sem auðið má verða .... “ Jón Sigurðsson benti á, að auk „almúgaskólans'4 — þ. e. barnaskóla — þyrfti margháttaða skóla vegna þess,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.