Menntamál - 01.04.1958, Page 14

Menntamál - 01.04.1958, Page 14
8 MENNTAMÁL Eftir allharðar ög langar umræður í efri deild voru breytingartillögur nefndarinnar samþykktar. 1 neðri deild urðu einnig miklar umræður um frum- varpið. Meðal annars kom fram tillaga um, að kristin fræði skyldu ekki vera skyldunámsgrein í skólum, og sitt sýndist hverjum um skólaskylduna. Við 3. umræðu í deild- inni var málinu, með rökstuddri dagskrá, frestað til næsta þings — þ. e. 1907 — og skyldi alþýðu manna gefinn kost- ur á að láta skoðanir sínar í Ijós um málið í heild. í ársbyrjun 1906 var Jón Þórarinsson, skólastjóri Flens- borgarskólans, ráðinn ráðunautur stjórnarinnar í fræðslu- málum. Hann hafði um langt skeið beitt sér fyrir um- bótum í fræðslumálum, bæð innan Alþingis og utan, m. a. í Hinu íslenzka kennarafélagi, sem lengi hafði látið fræðslumál til sín taka. Stjórnin lét nú leita álits sýslunefnda og héraðsfunda um fræðslulagafrumvarpið. Jón Þórarinsson ritaði mörg- um málsmetandi mönnum, átti tal við presta, kennara, safnaðafulltrúa o. fl. Hann ritaði síðan greinargerð um málið, er send var Alþingi 1907. Skýrslu sinni lýkur Jón þannig: „Þá þykist ég enga ályktun hafa leyfi til að draga, aðra en þá, að það sé almennur vilji málsmetandi manna á landinu, að lög verði sett þegar á þessu þingi um barna- fræðsluna og að frumvarp stjórnarinnar sé vel til þess kjörið að ná samþykki þingsins.“ Stjórnin lagði fyrir þingið 1907 frumvarp til laga um fræðslu barna. Frumvarpið var í meginatriðum eins og stjórnin lagði það fyrir þingið 1905, en með fáeinum breytingum, sem gerðar voru í samræmi við tillögur, er Jón Þórarinsson hafði gert í greinargerð sinni. Frumvarpið var fyrst tekið til meðferðar í neðri deild og samþykkt þar með nokkrum smábreytingum. í efri deild mættu ákvæðin um skólaskyldu — einkum í sveitum — allmikilli mótspyrnu, og var Björn M. Ólsen nú sem fyrr aðalandmælandi skólaskyldunnar. Efri deild breytti frum- varpinu í það horf, er skólaskyldu varðar, að þar, sem

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.