Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 14
8 MENNTAMÁL Eftir allharðar ög langar umræður í efri deild voru breytingartillögur nefndarinnar samþykktar. 1 neðri deild urðu einnig miklar umræður um frum- varpið. Meðal annars kom fram tillaga um, að kristin fræði skyldu ekki vera skyldunámsgrein í skólum, og sitt sýndist hverjum um skólaskylduna. Við 3. umræðu í deild- inni var málinu, með rökstuddri dagskrá, frestað til næsta þings — þ. e. 1907 — og skyldi alþýðu manna gefinn kost- ur á að láta skoðanir sínar í Ijós um málið í heild. í ársbyrjun 1906 var Jón Þórarinsson, skólastjóri Flens- borgarskólans, ráðinn ráðunautur stjórnarinnar í fræðslu- málum. Hann hafði um langt skeið beitt sér fyrir um- bótum í fræðslumálum, bæð innan Alþingis og utan, m. a. í Hinu íslenzka kennarafélagi, sem lengi hafði látið fræðslumál til sín taka. Stjórnin lét nú leita álits sýslunefnda og héraðsfunda um fræðslulagafrumvarpið. Jón Þórarinsson ritaði mörg- um málsmetandi mönnum, átti tal við presta, kennara, safnaðafulltrúa o. fl. Hann ritaði síðan greinargerð um málið, er send var Alþingi 1907. Skýrslu sinni lýkur Jón þannig: „Þá þykist ég enga ályktun hafa leyfi til að draga, aðra en þá, að það sé almennur vilji málsmetandi manna á landinu, að lög verði sett þegar á þessu þingi um barna- fræðsluna og að frumvarp stjórnarinnar sé vel til þess kjörið að ná samþykki þingsins.“ Stjórnin lagði fyrir þingið 1907 frumvarp til laga um fræðslu barna. Frumvarpið var í meginatriðum eins og stjórnin lagði það fyrir þingið 1905, en með fáeinum breytingum, sem gerðar voru í samræmi við tillögur, er Jón Þórarinsson hafði gert í greinargerð sinni. Frumvarpið var fyrst tekið til meðferðar í neðri deild og samþykkt þar með nokkrum smábreytingum. í efri deild mættu ákvæðin um skólaskyldu — einkum í sveitum — allmikilli mótspyrnu, og var Björn M. Ólsen nú sem fyrr aðalandmælandi skólaskyldunnar. Efri deild breytti frum- varpinu í það horf, er skólaskyldu varðar, að þar, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.