Menntamál - 01.04.1958, Page 16

Menntamál - 01.04.1958, Page 16
10 MENNTAMÁL gjört skriflega grein fyrir efni, sem það þekkir vel, nokk- urn veginn ritvillulaust og mállýtalaust; það skal vita nokkuð um merkustu menn vora, einkum þá, er lifað hafa á síðustu öldum, og kunna utanbókar nokkur íslenzk kvæði, helzt ættjarðarljóð og söguleg kvæði, og geta skýrt rétt frá efni þeirra í óbundnu máli. 2. að skrifa læsilega og hreina snarhönd. 3. í kristnum fræðum það, sem heimtað er eða heimt- að kann að verða, að börnin kunni í þeirri grein til ferm- ingar. 4. fjórar höfuðgreinar reiknings með heilum tölum og brotum og geta notað þær til þess að leysa úr auðveldum dæmum, sem koma fyrir í daglegu lífi, meðal annars til þess að reikna flatarmál og rúmmál einföldustu hluta; það skal og vera leikið í því að reikna með lágum tölum í huganum. 5. að nota landabréf; það skal og hafa nokkra þekking á náttúru Islands og atvinnuvegum þjóðar vorrar, þekkja legu helztu landa í Norðurálfunni og vita, hvernig álfur liggja á hnettinum. 6. nokkur einföld sönglög, einkum við íslenzk ættjarð- arljóð.“ Auk þess áttu börn, sem sótt gætu fasta skóla, að öðlast fræðslu í landafræði, sögu íslands, náttúrufræði og öðr- um greinum eftir nánari reglugerð skólanna. 2. Um skólahald. Hver kaupstaður var ákveðið skólahérað út af fyrir sig; sömuleiðis hvert það kauptún eða þorp, sem var hrepps- félag, ennfremur þeir hreppar, sem stofnuðu fasta skóla, þar sem öll börn sveitarinnar gætu notið fræðslu a. m. k. 6 mánuði á ári. — Hver sá hreppur, sem ekki var skóla- hérað, var fræðsluhérað út af fyrir sig. í skólahéruðum var skylt að hafa fastan skóla, heiman- gönguskóla, heimavistarskóla eða hvort tveggja saman. Undanþágur frá skólaskyldu barna því aðeins leyfðar, að

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.