Menntamál - 01.04.1958, Qupperneq 20
14
MENNTAMÁL
börnin gróðursettu tré í Undirhlíðum og í Sléttuhlíð. Á
Akureyri voru og skólabörn fengin til þessa líka, en ekki
er mér vel kunnugt um það.
Meðan nýjabrum var á þessu skorti hvorki kennara né
nemendur til að taka þátt í þessu starfi, en er frá leið
voru það ekki nema fáir kennarar, sem höfðu nógu mik-
inn áhuga og entust til þessa. Útgjöldin við ferðir og
mjólk og brauð handa börnunum hvíldi að mestu á Skóg-
ræktarfélagi íslands, og var allþungur baggi, þar sem lítil
fjárráð voru. Þrátt fyrir þetta voru allmargar ferðir
farnar á hverju vori, unz heimsstyrjöldin kom í veg fyrir
að fræ og plöntur flyttust hingað frá Noregi, en þetta
starf byggðist að mestu á norskum plöntum, þar sem
uppeldi plantna var þá skammt komið á veg hér á landi.
Á nokkrum stöðum hefur mjög sæmilegur árangur orð-
ið af þessu starfi, en beztur er hann í Undirhlíðum sunn-
an við Hafnarfjörð, þar sem nú er vaxið upp stórt og
fallegt sitkagreni, sem gróðursett var 1938. En víðast
hvar er árangurinn lítill eða enginn. Sumt má kenna
óheppilegu vali plantna, en annað er óvandvirkni að
kenna. Það kom nefnilega í ljós, að kunnáttu kennaranna
í meðferð plantna var ábótavant, með nokkrum undan-
tekningum. Einstöku kennarar höfðu lofsverðan áhuga
fyrir þessu starfi, og alls staðar, sem þeir komu nærri,
má sjá nokkurn árangur og sums staðar góðan.
Eftir styrjöldina kölluðu mörg önnur verkefni að í skóg-
ræktinni, og var þessi starfsemi ekki upp tekin að nýju á
vegum Skógræktarfélags íslands eða Skógræktar ríkisins.
En sakir reynslu fyrstu áranna var talið nauðsynlegra að
gefa kennaraefnum kost á að læra algeng handtök við
gróðursetningu, og því var sá háttur upp tekinn árið
1950, að taka nemendur Kennaraskólans úr efsta eða næst-
efsta bekk á stutt trjáplöntunarnámskeið á hverju vori.
Því miður hafa flest þessi námskeið staðið allt of stutt,
en samt sem áður hefur það komið í Ijós, að ýmsir ungir
kennarar eru nú alláhugasamir um gróðursetningu trjá-