Menntamál - 01.04.1958, Síða 29

Menntamál - 01.04.1958, Síða 29
MENNTAMÁL 23 færi til að starfa í samstilltri heild, og stuðlar hún að þroska hvers einstaks barns? Gerir aðferðin kennaranum fært að sinna bæði öllum bekknum og eins að hjálpa ein- staklingnum? Hvaða aðferð hentar bezt byggingu móður- málsins, framburði, stafsetningu, leturgerð, o. s. frv.? Ég mun að þessu sinni tala um lestrarkennslu, miðað við þá reynslu, sem fengizt hefur í starfi mínu og sam- kennara minna undanfarin ár. Vil ég þá byrja með því að draga saman nokkur höfuð- atriði, sem við samkennarar höfum orðið sammála um varðandi lestrarkennslu. Höfuðatriði þessi eru svohljóðandi: I. Markmið. Barnið nái kunnáttu og leikni til að geta lesið orð og setningar og hæfilega þungt lesmál, rétt og áheyrilega, eitt og með öðrum, — og í hljóði sér til gagns, svo fljótt, sem eðlilegt má telja, og persónulegur þroski leyfir. II. Leiðir. 1. Barnið temji sér aðferð, með hjálp kennarans, til að geta bjargað sér sjálft, ef það þekkir ekki orð, eða rekur í vörðurnar við lesturinn. 2. Barnið fái tækifæri til að læra um allar skynleiðir (heyrn, sjón, handfjötlun). 3. Kennarinn hagi námsstjórn og kennslu þannig, að hægt sé að skipta börnunum í flokka, einhvern hluta hverrar kennslustundar, svo að tækifæri gefist til að hjálpa seinfærum börnum, án þess að þau getumeiri bíði tjón af. 4. Allir aðalþættir sálarlífsins fái að njóta sín við lestr- arnámið: ViljaMf, tilfinningalíf, vitlíf. „Viljans, hjartans, vitsins menning vopnast hér í einni þrenning."

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.