Menntamál - 01.04.1958, Page 30
24
MENNTAMÁL
En hvernig er þetta þá í framkvæmd?
Mig langar til að biðja ykkur, góðir áheyrendur, að
hverfa með mér í huganum í smábarnaskóla okkar að
hausti til. Börnin eiga að fara að koma í skólann. Kenn-
arafundur hefur verið haldinn og lögð fram spjaldskrá
fyrir rúmlega 200 börn, sem eru sex ára, eða verða það
fyrir nýár, og eiga nú að hefja nám fyrsta sinn. Ákveðið
er að stofna til persónulegra kynna við þessi börn, áður
en kennsla hefst. Ætla skal þrjá daga til þessara kynna,
og börnin boðuð þannig, að hver kennari geti rætt við
eitt barn í einu, eins lengi og þurfa þykir (25—40 mín.),
og biðraðir myndist ekki. Hver kennari fær til umráða
eina stofu fyrir athuganir þessar og viðar að sér ýmsum
áhöldum og efni. Það eru t. d. áhöld, er sýna helztu lögun
hluta, liti, blýanta, mynt, stafaspjald, skæri, pappír o. s.
frv. Þá hefur kennarinn eyðublað handa hverju barni,
og er það merkt barninu. Á blað þetta eru skráð ýmis
atriði, sem öll börnin skulu fá að reyna sig á, og færir
kennarinn niðurstöður jafnóðum á sinn stað inn á blaðið.
Þá eru loks á blaði þessu almennar upplýsingar, sem að-
standendurnir, móðir eða faðir, eiga að veita. En foreldr-
ar mega hlusta á, þegar kennarinn ræðir við barnið. Ekki
á hér að lýsa eyðublaði þessu nánar. En þar eru tekin
til meðferðar nokkur almenn atriði, sem eru, eða ættu
að vera, barninu kunn frá umhverfi og heimahúsum.
Aftur á móti á kennarinn, með hjálp þeirra atriða, sem
á blaðinu eru, að geta fengið nokkra hugmynd um getu
og þroska barnsins, sérstaklega ef hann reynir við athug-
anir þessar að sjá dýpra, „gá á bak við andlit“ barnsins,
ef svo mætti að orði kveða. Rannsóknaraðferðin er
þannig, að allir kennarar geta á auðveldan hátt lært
hana.
Athuganirnar hefjast samkvæmt áætlun. Litlu byrjend-
urnir koma prúðbúnir með eftirvæntingu í augum, í fylgd
með foreldrum sínum eða aðstandendum.
Þegar heilsað er, finnst að sumir eru sveittir í lófum.