Menntamál - 01.04.1958, Qupperneq 30

Menntamál - 01.04.1958, Qupperneq 30
24 MENNTAMÁL En hvernig er þetta þá í framkvæmd? Mig langar til að biðja ykkur, góðir áheyrendur, að hverfa með mér í huganum í smábarnaskóla okkar að hausti til. Börnin eiga að fara að koma í skólann. Kenn- arafundur hefur verið haldinn og lögð fram spjaldskrá fyrir rúmlega 200 börn, sem eru sex ára, eða verða það fyrir nýár, og eiga nú að hefja nám fyrsta sinn. Ákveðið er að stofna til persónulegra kynna við þessi börn, áður en kennsla hefst. Ætla skal þrjá daga til þessara kynna, og börnin boðuð þannig, að hver kennari geti rætt við eitt barn í einu, eins lengi og þurfa þykir (25—40 mín.), og biðraðir myndist ekki. Hver kennari fær til umráða eina stofu fyrir athuganir þessar og viðar að sér ýmsum áhöldum og efni. Það eru t. d. áhöld, er sýna helztu lögun hluta, liti, blýanta, mynt, stafaspjald, skæri, pappír o. s. frv. Þá hefur kennarinn eyðublað handa hverju barni, og er það merkt barninu. Á blað þetta eru skráð ýmis atriði, sem öll börnin skulu fá að reyna sig á, og færir kennarinn niðurstöður jafnóðum á sinn stað inn á blaðið. Þá eru loks á blaði þessu almennar upplýsingar, sem að- standendurnir, móðir eða faðir, eiga að veita. En foreldr- ar mega hlusta á, þegar kennarinn ræðir við barnið. Ekki á hér að lýsa eyðublaði þessu nánar. En þar eru tekin til meðferðar nokkur almenn atriði, sem eru, eða ættu að vera, barninu kunn frá umhverfi og heimahúsum. Aftur á móti á kennarinn, með hjálp þeirra atriða, sem á blaðinu eru, að geta fengið nokkra hugmynd um getu og þroska barnsins, sérstaklega ef hann reynir við athug- anir þessar að sjá dýpra, „gá á bak við andlit“ barnsins, ef svo mætti að orði kveða. Rannsóknaraðferðin er þannig, að allir kennarar geta á auðveldan hátt lært hana. Athuganirnar hefjast samkvæmt áætlun. Litlu byrjend- urnir koma prúðbúnir með eftirvæntingu í augum, í fylgd með foreldrum sínum eða aðstandendum. Þegar heilsað er, finnst að sumir eru sveittir í lófum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.