Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 31
Menntamál
25
^að er áhrifaríkt augnablik á ævi manns að koma í skóla
1 fyrsta sinn.
Dagarnir þrír eru notaðir eins og ákveðið var og áætl-
haldið. Það voru skemmtilegir dagar, og stofnað til
&óðra kynna.
Vel getur verið, að þessa daga hafi verið lagður grund-
völlur að vináttu, skilningi og góðu samstarfi kennara,
barns og foreldra.
Eftir þriggja daga liðskönnun, mæta kennararnir á
lóngum fundi, með skrásettan árangur rannsókna sinna.
Margt hefur orðið ljósara. Og nú er reynt að vinna niður-
stöður úr þessum athugunum. Kemur þá kannske í ljós,
að sum börn eru ekki talin hafa þroska til að hefja skóla-
kám. Samþykkt er að tala við foreldra viðkomandi barna
og ráða þeim til að fresta skólagöngunni til næsta árs.
Á þessum fundi eru einnig bornar fram séróskir foreldra,
t. d. á hvaða tíma dagsins henti bezt að barnið sæki skól-
onn. Reynt er að verða við þeim óskum. Þetta er einn
þýðingarmesti kennarafundur ársins. Hver kennari fær
hú prófgögn síns bekkjar til að hafa handbær við kennsl-
Una sem eins konar vísbendingu um, hvað fært sé að
kenna, læra og æfa fyrstu skóladagana,
Komið hefur fram, að kennurunum þykir mikilsvert að
fá þessa þrjá daga til að ræða og leika við börnin í ró
og næði. Þau kynni, sem þá verða, eru kennaranum mikil-
vægari en stundaskrá, þegar ákveða skal viðfangsefni
fyrir börnin fyrstu vikurnar. Eðli barnsins og þroski
verður kennaranum leiðarljós, stundaglas og stundatafla.
Og af foreldranna hálfu hefur reynslan oft orðið sú,
að kynnin af kennaranum, sem ræddi við barn þeirra,
Urðu á þann veg, að eindregnar óskir koma fram um það
við skólastjóra, að barnið fái að læra hjá þeim kennara.
í tilefni af þessu var í fyrrahaust tekinn upp sá háttur
að láta hvern kennara sjálfan prófa væntanlega nemend-
ur sína.
Þessi prófunaraðferð á byrjendunum var upp tekin,