Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 36
30
MENNTAMÁL
verður vikið að, þ. e. starfshættir okkar við lestrarkennsl-
una.
Fyrsta áfanga lestrarkennslu okkar mætti kalla staf-
hljóðastig, með því að við kennum börnunum að greina
og þekkja einstök hljóð málsins, staf fyrir hljóðið og
nafn á stafnum. Framan af er kennt aðeins eitt nýtt hljóð
á dag.
Hljóð dagsins einangrum við og æfum í léttum talleik
út frá stuttri hljóðsögu, sem gefur æfingahljóðið í mikilli
tíðni, í sérstaklega völdum orðum. Þessi framburðar-
æfing, sem stefnir að einangrun eins málhljóðs, er höfð
með öllum bekknum, þ. e. hóplcennsla. Aðferðin vitnar
aðallega til heyrnarinnar, og má æfingin því ekki standa
lengi, enda þótt reynt sé að beita hermileikjum við æfing-
una.
Tákn hljóðsins (stafurinn) er látið koma af beinni
þörf, strax eftir hljóðæfinguna. Orðalag eins og þetta
heyrist því oft í skólastarfi hjá okkur:
„Hvernig var nú hljóðið okkar í dag?“ (Börnin gefa
það rétt.) Og kennarinn spyr eftirvæntingarfullur:
„Væri nú ekki gott að hafa tákn eða staf fyrir hljóð-
ið?“
Og nú er tákn hljóðsins kallað fram, en um þá króka-
leið, að kennarinn teiknar t. d. einfalda mynd upp á töfl-
una. Við köllum þetta táknlíkingu. Hún á að vera lík
tákninu, en þó ekki alveg eins. Síðan spyr kennarinn:
„Hafið þið séð nokkuð, sem er líkt þessu?“
Táknlíkingin kallar venjulega fram það, sem kennarinn
ætlast til. Börnin nefna staf þess hljóðs, sem verið var
að æfa. Kennarinn tekur börnin á orðinu, prentar stafinn
við táknlíkinguna og segir t. d.:
„Þetta er alveg rétt hjá ykkur. Það er til stafur, sem
er líkur þessu og heitir þetta. En hvaða hljóð vorum við
nú aftur að æfa í dag?“
Börnin gefa hljóðið, og þá segir kennarinn:
„Já, svona var hljóðið okkar í dag. Og þið munið, að