Menntamál - 01.04.1958, Qupperneq 41
menntamál
35
að við látum börn aldrei lesa upphátt nema á þraut-
undirbúnum texta.
En prentæfingar gefa einnig tækifæri til að skipta
bekknum í flokka. Hægt er þá að hjálpa seinfærum börn-
um persónulega, eða nokkrum í hóp, án þess að önnur
börn séu iðjulaus eða óvirk á meðan. Er þetta kærkomið
tækifæri fyrir báða flokkana, börnin, sem eru að persónu-
legu starfi við orðprent, og eins hin, sem eru hjá kenn-
aranum og njóta handleiðslu hans.
Þessum starfsháttum við orðastigið er beitt lengi vetr-
ar fyrsta veturinn, eða meðan talið er, að börnin hafi gott
af. Þó er, þegar kemur nokkuð fram á veturinn, farið að
draga úr prentæfingunum, en börnin þess í stað t. d.
látin teikna myndir um textann, eða annað því um líkt,
svo að hægt sé að tvískipta bekknum einhvern hluta lestr-
artímans. Börnin vaxa frá orðastiginu jafnskjótt og þeim
eykst leikni í að lesa orðin. En nógu öðru er þá að sinna
fyrir kennarann.
Næsti áfangi á eftir orðastiginu er setningastigið. En
ttieð því er átt við það, að börnin eru æfð í að sjá og lesa
heilar línur, orð af orði, án þess að stanza eða hnjóta.
Línur í texta fyrir setningaæfingar eiga að enda í punkti.
Setningastig er hægt að æfa og á að æfa, jafnskjótt
og börnin þekkja orð textans og hafa áunnið sér leikni
í að einbeita sér að línunni, kunna að anda við punkta
°g flytja sig fljótt yfir í næstu línu o. s. frv. Upprifjun
stafhljóða og orðkynning eru einmitt undirbúningur und-
ir setningalestur, og leið, sem gerir fært að beita svo stór-
um hóp, sem bekkur er, til lestrar á blaði öllum til gagns
°g ánægju. Stafhljóðastig, orðastig og setningastig er
hægt að æfa á sama textanum í einum tíma, þó því að-
eins, að byggja megi á ýmsum, áður lærðum, tækniatrið-
um. En ráðlegt er, meðan börnin eru tæknilega van-
máttug, að hafa markvissar séræfingar fyrir hvert stig.
Gæta ber þá þess, að stagast ekki um of á smámunum —