Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 50

Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 50
44 MENNTAMÁL stærri, hefur verið hægt að laga með leiðbeiningum, ábendingum og tilmælum. Reynslan hefur sýnt, að hér ber að vera vel á verði, og fer ég ekki lengra út í þá sálma. Önnur hlið þessa máls er sú, að afarmörg börn eru í fóstri á einkaheimilum víðs vegar um land. Þótt vel fari um þessi börn í langflestum tilfellum, eru samt á því undantekningar. Þess vegna hefur ráðið í þjónustu sinni sérstakan eftirlitsmann, sem hefur mörg undanfarin sumur ferðazt um mánaðartíma eða svo á milli þessara neimila og kynnt sér aðbúnað barnanna. Hefur þá komið fyrir, að aðbúð sumra barna hefur ekki verið eins góð og skyldi, og hefur þá verið bætt úr því. Má af þessu vkilja, að árvekni verður að hafa í eftirlitsstarfinu, því að heill margra barna getur verið í veði, ef það er van- rækt. Eftirlitið kostar bæði tíma og peninga, en í það má ekki horfa, heldur þarf að efla það frá því sem nú er. 2. í öðru lagi hefur ráðið yfirumsjón með störfum allra barnaverndarnefnda í landinu, veitir þeim leiðbeiningar og aðstoð og heldur þeim til að gera skyldu sína. Barna- verndarnefndir og skólanefndir, sem gegna störfum barna- vendarnefnda, eru nú nokkuð á þriðja hundrað. Það færi að ólíkindum, ef allar þessar nefndir væru jafn árvakrar í starfi. Sumar hafa tilhneigingu til of mikils afskipta- leysis og skortir kjark eða bolmagn til þess að láta nægi- lega til sín taka. Ef ástæða þykir til, getur barnaverndar- ráð tekið mál í umdæmi barnaverndarnefnda til með- ferðar, þótt hún hafi ekki áður fjallað um það, og hefur slíkt komið fyrir. Þá krefur ráðið nefndirnar árlega um skýrslur um störf þeirra. Gefur ráðið út úrdrátt úr þeim annað eða þriðja hvert ár, ásamt skýrslu um störf sín. 3. I þriðja lagi geta aðiljar, einstaklingar, barnavernd- arnefndir og stofnanir skotið máli til barnaverndarráðs, sem tekur það til meðferðar og úrlausnar. Oftast eru það einstaklingar, sem skjóta máli til ráðsins. Hafa þeir þá ekki sætt sig við meðferð þá og úrlausn, sem það hefur hlotið hjá barnaverndarnefnd. Hér undir heyra deilur um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.