Menntamál - 01.04.1958, Side 51
menntamál
45
forræði barna við lögskilnað hjóna, — og leitar ráðuneytið
jafnan álits barnaverndarráðs um þetta atriði í öllum
hinum vandasamari málum. Þessi þáttur í starfi ráðsins
er langtímafrekastur og vandasamastur. Þarna er oftast
um viðkvæm og torleyst mál að ræða, sem barnaverndar-
íiefndir hafa stundum gefizt upp á. Til rannóknar eins
bvílíks máls getur farið ótrúlega mikill tími og fyrirhöfn
í söfnun gagna og í viðtöl við þá einstaklinga, sem við
Það eru riðnir eða vitneskju geta um það veitt. Málið
krefst þess oft, að athugun fari fram á mörgum heimil-
um, og stundum þarf ráðið að takast langar ferðir á
hendur til þess að ráða fram úr slíkum deilumálum.
4. I fjórða lagi hefur ráðið skilið það sem hlutverk sitt,
bótt ekki sé það skýrt tekið fram í lögum, að styðja og
hafa forgöngu um þau mál, sem stuðla með einhverjum
hætti að heill og vernd barna og unglinga. Þannig hefur
bað beitt sér fyrir því, að uppeldisheimili væru stofnuð,
svo sem fávitahæli, heimili fyrir vangæf börn og unglinga,
Pilta og stúlkur, að heimavist væri stofnuð fyrir veikluð
skólabörn og heimavistarskóli fyrir börn, sem vanrækja
ttám og skólasókn. Það átti og ríkan hlut að því, að al-
^ennar mjólkur- og lýsisgjafir voru teknar upp í barna-
skólum í Reykjavík (og víðar) á kreppuárunum, sömu-
leiðis ljósböð. Á styrjaldarárunum beitti það sér fyrir
fjölmörgum ráðstöfunum, sem stuðluðu að vernd barna
°S ungmenna, t. d. að sumardvölum barna, sem R.K.I.
fók svo að mestu í sínar hendur, að því er höfuðstaðinn
varðar. Að frumkvæði barnaverndarráðs voru ný barna-
Verndarlög, lög um vernd barna og unglinga, sett 1947,
°g loks má geta þess, að á vegum ráðsins hafa verið flutt
Piörg fræðsluerindi í útvarp um barnavernd og uppeldis-
^ál. Þetta eru einungis nokkur dæmi tekin af handahófi
llIU þau mál, sem ráðið hefur látið til sín taka eða beitt
sér fyrir.
®g hef nú stuttlega gert grein fyrir starfsviði og hlut-
verki barnaverndarráðs. Það hefur beint og óbeint mikil