Menntamál - 01.04.1958, Page 54

Menntamál - 01.04.1958, Page 54
48 MENNTAMÁL BRYNDÍS VÍGLUNDSDÓTTIR: Úr skýrslu Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu um þörf á tæknimenntuðum mönnum. Hvert sem litið er, blasa við áþekk vandamál í fylgd með sívax- andi tækni um víða veröld. Eitt þeirra er skortur sérmenntaðra manna. Efnahagssamvinnustofnun Evrópu hefur rannsakað nokkurt svið þessa vandamáls og birt um það rækilega skýrslu, The problem of scientific and technical Manpower in western Europe, Canada and the United States. Jafnframt er þó kennaraþörfin athuguð lítillega. Þegar fræðslulöggjöfin frá 1946 var undirbúin, vann milliþinga- nefndin að athugun og áætlun á þörf sérmenntaðra manna í ýmsum greinum hér á landi. Ekki er mér kunnugt um, að nein þess háttar athugun hafi verið gerð síðar. Þar eð fyrr nefnd skýrsla OEEC greinir ljóslega frá því, hversu glöggar gætur þarf að hafa á nýtingu mann- aflans og menntunarinnar, þótti mér hæfa að minna á þessi efni með því að birta kafla úr henni. Ritstj. í ýmsum löndum hafa hugsandi menn velt fyrir sér spurningum sem þessum: Hvernig notum við starfskrafta ungra og efnilegra námsmanna, sem varið hafa mörgum árum til að menntast á ákveðnu sviði ? Hvernig er aðstaða unga fólksins til að menntast? Er þörf fleiri sérmennt- aðra manna? Hvernig má tryggja, að þeir, sem hafa sér- menntun, fái unnið einmitt þar, sem sérhæfing þeirra kemur að notum? Atvinnumálanefnd efnahagssamvinnustofnunar Evrópu skipaði nefnd sérfræðinga, sem átti að rannsaka, hversu mikið væri af sérmenntuðum mönnum og hve margra væri þörf. Nefnd þessi tók til starfa árið 1954, og hefur hún birt skýrslu um niðurstöður sínar. 1 flestum löndum Vestur- Evrópu, Samveldislöndunum, Kanada og Bandaríkjunum fór fram víðtæk rannsókn á málum þessum, og er síðasta skýrsla nefndarinnar byggð á staðreyndum, sem þá komu

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.