Menntamál - 01.12.1960, Page 15

Menntamál - 01.12.1960, Page 15
MENNTAMAL 181 A8 vera örari á lof en last. Mikilvægt er að hafa það hugfast, að jákvæð úrræði eru yfirleitt betri en neikvæð, þegar um uppeldi er að ræða. Auðvitað verður oft að ávíta og vanda um, en það er mikil- vægt að nemendur fái uppörvun og viðurkenningu fyrir góðan vilja og þær framfarir, sem þeir taka. Það er mjög áríðandi, að kennarinn gefi því gaum, þegar einhver nem- andi hefur átt við erfiðleika að stríða, t. d. vegna skap- gerðar sinnar, en gerir tilraun til að bæta framkomu sína eða námsárangur. Þá má ekki gleymast að veita honum viðurkenningu. — Einnig þurfa lélegustu nemendurnir að fá að sjá, að námið ber árangur, og þess vegna á að láta þá fá verkefni, sem þeir geta ráðið við. Tillitssemi og aðgát er nauðsynleg í sambandi við um- vöndun og aðfinnslur. Háð er sjaldan til bóta. Það getur vakið ótta — svo ekki sé meira sagt — hjá tilfinninganæm- um nemendum, en þrjózku hjá öðrum. Græskulaus kímni og létt yfirbragð kennarans, hógværð og öryggi í fram- komu er oftast vænlegt til að skapa góðan anda og starfs- vilja meðal nemendanna. Ef slíkt andrúmsloft ríkir í bekknum, er líklegt, að orð og áhrif kennarans nái til nemenda og örvi til framfara bæði í námi og góðri hegðun. Hugarfar lcennarans gagnvart nemendunum og skóla- starfinu í heild. Árið 1958 gaf fræðsluskrifstofa Reykjavíkur út dálít- inn bækling, sem heitir ,,Áhrif kennara á hegðun barna“. Smárit þetta er einkum ætlað kennurum barnafræðslu- stigsins, en efni þess á erindi til allra kennara. Þar segir m. a.: „Gott er að kennari temji sér að líta á hlutina frá sjónarmiði nemandans og kynni sér málstað hans, eftir því sem við verður komið. Að skilja er oft sama og að fyrirgefa. Ræðst þá stundum auðveldlega fram úr ýmsu, sem í fljótu bragði getur virzt vandamál.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.