Menntamál


Menntamál - 01.12.1960, Blaðsíða 50

Menntamál - 01.12.1960, Blaðsíða 50
216 MENNTAMÁL En von er, að svona fari, meðan þessir dyggu þjónar eru litnir jafn smáum augum af samtíðinni sem nú er. Ég held að fjósamenn njóti nú einna minnstrar virð- ingar vinnandi manna í landinu. Enda sýna verkin merk- in. Þeim höndum fækkar nú með mestum hraða, sem fást til að vinna þessi störf. Árangurinn kemur í ljós innan skamms. Á næstu árum verður eitt mesta vandamál þjóð- arinnar það, hvernig og hvaðan höfuðborgin og nágrenni hennar fær sinn mesta lífsdrykk, mjólkina. Það fer aldrei vel á því, að hjúin séu lítilsvirt. En kemur þetta kennurunum nokkuð við, fjósið og mjólkin. Jú, það kemur þeim við og atvinnuvegirnir í heild, allri þjóðinni kemur þetta við. Það er hlutverk skól- anna, meira að segja yfirstjórn fræðslumálanna, að vekja virðingu hinna ungu fyrir verklegri mennt og þörf at- vinnuveganna. Skólarnir mega ekki keppa við atvinnu- vegina um vinnuaflið, sem nú er. — Þetta er nú orðinn ljótur lestur og leiðinlegur. Enda er ég nú kominn að lok- um máls míns. Ég held að framundan hljóti nú að vera einhver þáttaskil í skólamálum okkar. Á meðan við nem- um staðar um stund álít ég að við eigum að gera þetta: Það þarf að hefja áróður á heimilin fyrir því, að þau mega ekki varpa svo trausti sínu og áhyggjum á kennara- stéttina sem verið hefur um sinn. Þau verða að taka meiri þátt í uppeldi barna sinna en nú er, taka á sig meiri ábyrgð. Svo fámennur hópur manna sem kennarastéttin, er ekki megnug að inna allt það af höndum, sem af henni er krafizt. Þetta verðum við að viðurkenna hreinskiln- islega fyrir alþjóð, þótt of seint sé að vísu. Ég á hér fyrst og fremst við hina uppeldislegu hlið fremur en fræðsluna. Þetta mundi ég ekki skoða sem yfirlýsingu uppgjafar, síð- ur en svo. Ég álít að kennarar vinni störf sín vel og sam- vizkusamlega, og ég hef þá trú, að þeir muni gera það ekki síður hér eftir en hingað til. En öflin eru svo mörg, sem toga í aðrar áttir en kennurunum er skylt að benda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.