Menntamál - 01.12.1960, Page 33

Menntamál - 01.12.1960, Page 33
MENNTAMAL 199 b) Felld verði niður sú regla, að barnakennarar við 9 mán. skóla kenni 2 st. meira á viku en þeim ber 8 mán. ársins, vegna þess að skólarnir liafa ekki næga kennslu fyrir þá í september. c) Yfirvinna fastra kennara (stundakennsla umfram kennsluskyldu) verði greidd eftir sömu reglum og yfirvinna annarra starfsmanna ríkisins. Væntum við þess, að hið háa ráðuneyti vilji beita sér fyrir ráð- stöfunum, sem miði að því að tryggja, að kennslustörf geti orðið líf- vænleg og eftirsóknarverð vinna, svo að til þeirra fáist nægir starfs- kraftar og hæfileikamenn sækist eftir þeirn. Virðingarfyllst, Stjórn Sambands islenzkra barnakennara. Greinargerð með tillögum S. I. Ji. um launabœtur til handa kennurum við barnaskóla. Til skýringar og áréttingar tillögum sínum vill stjórn Sambands íslenzkra barnakennara vekja athygli á nokkrum atriðum, er þær varða. I. Á síðari árum hafa kennarastöður við barnaskólana í sívaxandi mæli verið skipaðar fólki, sem ekki hefur kennaramenntun, svo að á þessu skólaári (1959— 19ö0) gegna 118 réttindalausir menn kenn- arastöðum við barnaskóla landsins eða um 15% (fsk. 1 og 2). Kennarastarfið, sem krefst mikillar sérhæfni og sérmenntunar, er ekki nógu eftirsóknarvert til þess að nægilega margir kjósi að leggja út á þá námsbraut, sem starfið krefst. Önnur störf bjóða tryggari íramtíð. Vandinn er síðan af hálfu ríkisvaldsins leystur með því að ráða til kennslustarfa, eftir því sem þörf krefur liverju sinni og í sífellt vaxandi mæli, menn, sem engar sérstakar menntunarkröfur eru gerðar til, og láta þá taka að sér störf, sem lögum samkvæmt er til ætla/.t, að aðeins sérmenntaðir kennarar gegni. Ekki er þörf að ræða hér, hver hætta skólamálum landsins i lieild stafar af þessu, enda hefur S. í. B. oft á það bent. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á, að engin stétt sér- menntaðra manna — önnur en kennarastéttin — á við það að búa, að laun hennar og kjör séu þannig raunverulega boðin niður með því að ráða til starfa fólk, sem ekki hefur varið tíma og fé til að afla sér sérmenntunar. Stjórn S. I. B. þykir hér uggvænlega horfa og hlýtur bæði af þjóð- félagslegum og stéttarlegum ástæðum að krefjast jtess, að liér verði spyrnt við fótum og þessi öfugþróun stöðvuð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.