Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 8
Tímamót MENNTAMÁL 2 Me5 þessu hefti byrjar 43. árgangur MENNTAMÁLA, en tímaritið hóf göngu sína í október árið 1924, og var útgefandi þess Ásgeir Ásgeirsson, þáverandi fræðslu- máiastjóri. Samband íslenzkra barnakennara tók við útgáfunni árið 1935, og árið 1951 gerðist Landssam- band framhaldsskólakennara meðútgefandi. Um síðastliðin áramót var myndað nýtt félag um útgáfu ritsins, og standa að því stéttarsamtök kenn- ara — allt frá forskólastigi til háskóla — ásamt Skóla- rannsóknum menntamálaráðuneytisins. Tilgangurinn með þessari samvinnu er að efla gagn- kvæman skilning og samstöðu allra þeirra, er upp- eldis- og kennslustörfum sinna. Hlutverk MENNTA- MÁLA verður eftirleiðis sem hingað til að auka kennur- um víðsýni og eggja þá til frekari átaka í starfi með því að miðla fræðslu og vera vettvangur umræðna um uppeldis- og skólamál. Enn sem fyrr mun ritið láta félags- og hagsmunamál kennara til sín taka og vera málsvari stéttarinnar. Með sameiginlegu átaki standa vonir til að unnt verði að gera ritið sæmilega úr garði að efni og útliti, og er bryddað upp á ýmsum nýjungum á þessum tíma- mótum. Allmikil útlitsbreyting er nú gerð; brot stækkað, tekið upp annað letur og högun færð í nútímalegra horf. Hvað efnið áhrærir verður reynt að taka ákveðið mál til athugunar í hverju hefti, kynna það og varpa Ijósi á það frá ýmsum hliðum. Birtar verða fréttir af skóla- starfi og frásagnir af nýjungum á sviði uppeldismála hér á landi og erlendis, viðtöl við kennara og skóla- menn. Þá er fréttum af starfi aðildarfélaganna ætlað rúm eins og verið hefur — og æskilegt væri, að Ies- endur styngju niður penna og lýstu í stuttu máli við- horfi sínu til þeirra mála, sem efst eru á baugi. Ritauki verður í hverju hefti og búið svo um hnútana, að þær síður geti þeir, sem þess óska, klippt frá, gatað og komið fyrir í möppum, sem framleiddar munu verða f þessu skyni. Efni ritaukans verður fræðilegt, og er hugmyndin, að smám saman verði til sú handbók kenn- ara, sem lengi hefur vantað. í ár er stefnt að því að gefa út sex hefti af svipaðri stærð og þetta, en framtíðartakmarkið er eitt hefti á mánuði yfir skólatímann.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.