Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 32

Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 32
öllum þeim óþægindum, sem þess háttar samvinnu fylgja. 4. Bilið milli kennara og sálfræðinga í skól- um verður að mjókka. Báðir verða að læra að vinna saman á akrinum, skipta með sér verkum. Sérfræðilegt starf kenn- ara er framsetning námsefnis, sérfræði- legt hlutverk sálfræðings, sem vinnur í skóla, varðar skilyrði náms í víðri merk- ingu. Stórir teigar á starfsakrinum eru báðum sameiginlegir. 5. Skólasálfræðingar í barnaskólum, sál- fræðiráðgjafar í framhaldsskólum og skólaráðgjafar eigi kost náms í sérgrein- um sínum, traustri starfsþjálfun, reynslu og nánum kynnum af skólastarfi. Krafan um menntun þessara sérfræðinga vex með aukinni fagmenntun kennara. 6. Marka þarf stenfu um verkaskiptingu og samstarf sálfræðistöðva skóla við aðrar sérfræðistofnanir á sviði félags- og heil- brigðismála. Hér er átt við stofnanir, sem annast barnavernd, framfærslu, fjöl- skyldu- og ellimál, einnig mál öryrkja og loks geðverndardeildir og sjúkrahús fyrir geðsjúka. Verkaskipting og samstarf þessara aðila er afar mikilvægt, einkum í Reykjavík, þar sem mest reynir á í þessu efni. 7. Rannsóknarmál skóla og menntamála eru enn í deiglu. Sálfræðistöðvar skóla, hinar stærri, gætu sinnt afmörkuðum verk- efnum á þessu sviði. Það mundi auðga hagnýtt starf þeirra og styrkja fagmennt- un starfsfólks. Móta þarf skynsamlega stefnu í þessu efni. Fyrsta skrefið er stofnun tilraunaráðs í skóla- og mennta- málum. 8. í málflutningi um sálfræðiþjónustu hér að framan, gengur sem rauður þráður, að hún sé samofin starfi skólans, áhrif hennar öðru fremur háð þróunarstigi hans og samstarfsvilja kennara. Kennara- menntunin leggur grunn að starfhæfi kennara. — Samstarf sálfræðistöðva við höfuðstöðvar kennaramenntunar er eðli- legt og raunsætt. Sem fyrr kemur þetta aðallega til greina í Reykjavík og ná- grenni. Má þá einnig nefna samstarf Kenn- araskólans, borgarinnar og nágranna- byggða vegna kennsluæfinga kennara- nema. Viðhaldsmenntun kennara er annað atriði. Virk sálfræðiþjónusta í skólum er sennilega háðari þeim skilyrðum, sem hér er tæpt á, en nokkrum öðrum. 9. Kennurum barna- og gagnfræðaskóla verði veitt menntun á háskólastigi. Þekk- ing í almennri sálfræði byrjenda, en eink- um á sviði menntunarsálfræði og í kennslufræðum verði aukin mjög frá því sem nú er. Kjarni fagmenntunar kennara er traust þekking í þessum greinum sam- ofin starfsþjálfun við kennsluæfingar. 10. Kennarar, sem stefna að störfum við stjórn skóla eða óska að gegna öðrum ábyrgðarstöðum við stjórn menntamála, verða að eiga kost á framhaldsnámi í menntunarsálfræði, uppeldisfræði og skyldum greinum. Þannig þarf að efla mjög hér heima menntun í sálfræði og félagsvísindum og tengja hana náms- gráðum erlendis. Stóraukin og bætt menntun stjórnunarmanna menntastofn- ana er frumatriði og undirstaða allra framfara í skólamálum. 11. Endurskipulagður Kennaraskóli íslands verði gerður að höfuðstöðvum fyrir kenn- aramenntun í barna- og framhaldsskólum af því er snertir starfsþjálfun og fræði- lega fagmenntun í sálfræði og kennslu- fræðum. Kennarskóli íslands verði sjálf- stæð stofnun, en starfslega og stjórn- unarlega í nánum og samningsbundnum tengslum við Háskóla íslands (Affiliated institution). 12. Sálfræðiþjónusta skóla í þeim skilningi, sem reynt er að túlka að framan, hlýtur að vera nátengd þróunarstigi skólastarfs. MENNTAMÁL 26

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.