Menntamál - 01.02.1970, Side 37

Menntamál - 01.02.1970, Side 37
Sumar- námskeið í Kungálv Frá vinstri: Björn Höjer, Caroline Haslund, Wilhelm Otnes, Ole Backström og Poul Haahr. NORDENS FOLKLIGA AKADEMI starfar I Kungálv í Svíþjóð, en Kungálv er lítill bær, skammt norðvestur af Göteborg. Akademíið hefur aðsetur I sömu húsum og Norræni lýðháskólinn, og eru húsakynni hin veglegustu, enda nýreist. Skólarnir eru samt algjörlega sjálfstæðar stofnanir. Árið 1968 hóf akademíið að halda stutt námskeið íyrir kennara og æskulýðsleiðtoga. Ætlunin er ekki að veita sérmenntun í ákveðnum greinum, heldur byggist fræðslustarfið aðallega á fyrirlestrum, sem leiðandi menn á ýmsum sviðum á Norðurlöndum — og stundum lengra að komnir — halda og varðar sérsvið þeirra og starf. Námskeiðin og mótin eru ætluð öllum þeim, sem vinna að íræðslu- og uppeldismálum í víðasta skiln- ingi, og þess vegna geta bókaverðir, blaðamenn, sjón- varps- og útvarpsmenn tekið þátt í þessum námskeiðum. Fast starfslið við akademíið eru eftirtaldir menn: rektor er Björn Höjer, Svíi, lektorarnir Poul Haar, Dani, og Wilhelm Otnes, Norðmaður. Skrifstofustjóri er Ole Backström, Finni, og bókavörður er Caroline Smedal Haslund, Norðmaður. 40 þátttakendur geta verið á hverju námskeiði. Með- an á námskeiðinu stendur búa þeir í nemendahúsunum á Fontinhæðinni, en það er skógivaxinn hjalli, sem ligg- ur inni á umráðasvæði skólans. Ef öll fjölskyldan tekur þátt í námskeiðinu, fær hún tvibýlisherbergi. Mat og annan viðurgerning fá menn í sameiginlegum borð- stofum skólans. Öll kennsla er ókeypis, en dvölin kostar 150 sænsk- ar krónur á viku. I kynningarriti frá akademiinu eru íslendingar ávarp- aðir á þessa leið: Leiðin til Kungálv er bæði löng og kostnaðar- söm og varla farin einvörðungu til þess að taka þátt í einnar viku námskeiði á Nordens folkliga akademi. Stór hópur íslendinga (kennarar, stúdentar og aðrir) fer þó árlega utan til námsdvalar aðallega til norrænu nágrannalandanna eða með viðdvöi á Norðurlöndum til annarra Evrópulanda. Það væri okkur ánægjuefni, ef þú gætir tengt slika viðdvöl þátttöku í námskeiði á Nordens folk- liga akademi í Kungálv. Þú færð — eins og aðrir þátttakendur — ferða- styrk frá dvalarstað til Kungálv, ef ferðakostnaður ódýrustu leið nemur hærri fjárhæð en 150 s.kr. Enginn fær þó hærri fjárhæð en 250 s. kr. Mikilvægt er, að íslenzk rödd heyrist í rökræð- um á umræðufundum. Velkomin! í þessu kynningarriti eru auglýst námskeið, sem hald- in verða fyrri hluta árs 1970. Þau námskeið, sem íslenzk- um kennurum væri fært að sækja tímans vegna (fyrra árs námskeið), auglýsir skólinn á þessa leið: MENNTAMÁL 31

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.