Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 25
6. Þekking á náttúruöflum og hagnýting
tækni knýr fram breytingar á félagsskip-
an og einkalífi manna. Þróunarsamfélagi
er nauðsyn á skipulegu mati þeirra fram-
vindu. Sérfræðingar sálfræðiþjónustu
skóla eru öðrum fremur ráðgjafar fræðslu-
yfirvalda um mat og mótun nýrra hug-
mynda og breytinga, sem til álita koma í
fræðslu- og skólamálum.
Skipulag og starfsmenn.
1. Starfsmenn sálfræðiþjónustu eru sálfræð-
ingar, félagsráðgjafar og kennarar, allir
með framhaldsmenntun á sérsviði. Lækn-
ar skulu starfa sem ráðgefandi aðilar,
ásamt öðrum sérfræðingum.
2. Heimilt skal að ráða til starfa í sálfræði-
miðstöð einn sálfræðing fyrir hverja 2.500
nemendur á skyldunámsstigi og einn fé-
lagsráðgjafa og einn kennara fyrir hverja
5.000 nemendur. Fræðsluhéruð geta ráð-
ið fleiri starfsmenn, en greiða þá sjálf
laun þeirra.
3. Starfsmenn vinna bæði í rannsóknarmið-
stöð og í föstum viðtalstímum í skólunum,
skv. nánari ákvæðum viðkomandi fræðslu-
ráðs og forstöðumanns og í samræmi við
ákvæði í reglugerðum.
4. Handleiðslustörf og ráðgjöf, sem unnin er
í skólanum, eru undir stjórn skólastjóra,
en störfin skal vinna í samráði við sér-
fræðinga sálfræðimiðstöðva.
5. Sálfræðimiðstöð er bakhjarl og fræðileg
aflstöð ráðgjafar í skólum. Hana skal reka
í tengslum við fræðsluskrifstofur. Starfs-
lið og sérfræðileg verkefni ráðast af að-
stæðum, sem fræðsluyfirvöld í heimahér-
uðum og menntamálaráðuneyti meta.
6. Sálfræðimiðstöðvar skóla hafa sömu
stöðu stjórnunarlega í skólakerfinu og
einstakir skólar gagnvart viðkomandi
fræðsluráði, sveitarstjórnum og mennta-
málaráðuneyti. Forstöðumaður sé full-
gildur aðili á fundum skólastjóra í um-
dæminu og eigi rétt til setu sem áheyrnar-
fulltrúi í fræðsluráðum.
7. Laun og kostnaður greiðist eins og annar
kostnaður við skólahald. Heimilt er sveit-
arfélögum að sameinast um rekstur
stöðva eða einstökum fræðsluhéruðum
að semja við stöðvar um þjónustu.
8. Sálfræðistöðvar skulu vera deildskiptar,
þar sem fjöldi starfsmanna leyfir, þ. e.
skólasálfræðideild barnastigs, ráðgjafar-
deild unglinga og gagnfræðastigs og
kennslufræði- og tilraunadeild.
Nefnist stöðin þá sálfræði- og kennslu-
fræðimiðstöð (Pedagogisk Centrum).
MENNTAMÁL
19