Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 39

Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 39
LITLU SKÓLALJÓÐIN Jóhannes úr Kötlum tóh saman. Úlg.: Rikisútgáfa námsbóka. Það er mikið og vanclasamt verk að taka saman bók af þessu tagi. Verkið er þannig unnið, að yfir því er fastur heildarsvipur. Gamalt og nýtt er fléttað saman í eina heild. Á listrænan hátt er lesand- inn leiddur til samanburðar á því gamla og nýja, án þess að saman- burðurinn sé áberandi eða þving- andi. Hitt eru viðbrögð lesandans að undrast skyldleika þessara tveggja tíða. Heildarblær verksins er svo mik- ill fyrir mér, að mér virðist oft, þegar ég les ljóðin, að þau gætu jafnvel öll verið eftir sama skáld- ið. Hér ræður miklu liinn dul- úðgi blær gamalla og nýrra töfra, sem óefað lieillar Jóliannes skáld. Hann velur kvæðin eftir eigin smekk, og livernig á liann að vclja á aðra lund? Flest kvæði bókarinnar heilla mig einnig, og ekki síður þau eldri en þau yngri. Eigi að síður vaknar þessi spurning: Hvernig eru þessi kvæði fallin til að glæða áhuga á ljóðalestri þeirra kynslóðar, sem á að fá sín fyrstu kynni af skáldskap í bundnu máli í þessari bók? Það er hlutverk skólaljóða að vekja þrá og glæða smekk fyrir bundnu máli, þannig að hægt sé að segja með sanni, að nemend- urnir komist á bragðið í skólanum. Sem fullorðið fólk eiga þeir nem- endur, sem byrja ljóðalestur í skóla að halda lionum áfram. Það er víst, að Ijóð, sem liöfða til smekks barna — sem getur verið eins góður og smekkur margra íullorðinna — eru hvati til nánari kynna af skáldskap. Að þessu at- huguðu er mat fullorðinna naum- ast raunliæft, nemendurnir dæma verkið sjálfir í fyllingu tímans. — Kvæðin verða að eiga hljómgrunn í jjví lífi, sem börnin lifa, bæði raunverulegu og óraunverulegu. Eg er alinn upp í mestu lirossa- sveit á Suðurlandi, og mínar beztu stundir voru, þegar ég þeysti eftir þurrum völlum eða blautum mýr- um og golan lék um andlit mitt. Mér þótti þá sem ég lyftist frá hversdagsleikanum á annað og æðra svið. Eg komst í kynni við „Fáka“ Einars Benediktssonar og grét af hrifningu yfir samhljómi sálar minnar við orð skáldsins. Eg minnist þess enn, livers ég vænti mér af kennslustund mörg- um árum síðar, þegar ég ætlaði að kynna þetta sama kvæði fyrir bekk bráðgáfaðra nemenda i Miðbæjar- skólanum. Stundin kom, og ég lagði mig allan fram. Ég þóttist ekki í neinum vafa um það, að sú tilfinning, sem Einar lýsir, væri sú tilfinning, sem ég bar í brjósti og túlkaði fyrir nemendum mínum. - En vonbrigði mín voru mikil. Rödd mín var rödd lirópandans í eyðimörkinni. — Ég fékk ekkert svar. Hvers vegna átti þetta kvæði ekki hljómgrunn í hugum þessara nemenda? Hvers vegna gátu þau ekki hrifizt at ljóðlínu sem þess- ari: „Höfuðin lyftast liin lifandi vél logar af fjöri und söðulsins þófum.“ Það var einfaldlega vegna þess, að þau þekktu ekki ævintýri okkar Einars. „Knapinn á hest- baki er kóngur um stund, kórónu- laus á liann ríki og álfur.“ Þau liöfðu fæst komið á liestbak. Fullorðnir og börn verða eflaust að verða fyrir sömu reynslu og Jón Helgason í Árnasafni, sem hann lýsir svo: „Kveiking frá liugskoti handan við myrkvaða voga hitti í sál minni tundur og glæðist í loga.“ Ef ljóðin, sem Jóhannes skáld úr Kötlum tók sarnan, hitta tundrið í sál barnanna, þá meðtaka þau fagr- an fjársjóð. Myndir eru í bókinni eftir Gunnlaug Scheving. Þar er liver hlutur á sínum stað, en myndirnar eru þó ekki þannig, að þær séu lík- legar til að vekja athygli barna. Annað hvort þyrftu línurnar að vera dekkri og meira afmarkandi, eða það, sem betra væri, að mynd- irnar væru í litum. Efnisyfirlit bókarinnar er fá- dæma klaufalegt. Það er miklum erfiðleikum bundið að leita uppi höfunda kvæða, sem maður er að lesa. Sama máli gegnir um að finna ákveðin kvæði. Bókin er prentuð á góðan pappír og snyrtileg að frágangi. Spjöld skólabóka ættu hins vegar að vera klædd plasti nú, þegar allt annað er orðið plasti klætt. Magnús Magnússon. MENNTAMÁL 33

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.