Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 23

Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 23
Lítil áherzla var lögð á að skilja orsakasamhengi til báginda einstaklinga og fjölskyldna. Þetta breyttist smátt og smátt og vinnubrögð félags- ráðgjafa eru nú meir en áður mótuð af sálfræði- legri þekkingtt og starfstækni. Þessi þróun ásamt viðurkenningu lækna á nothæfi sálfræðilegrar meðferðar fyrir taugaveiklaða og geðtruflaða, leiddi til þess, að sálfræðileg ráðgjöf ruddi sér æ meir til rúms eftir 1950 í framhaldsskólum og ýmsum félagsstofnunum. A þetta einkum við um Bandaríkin, þar sem greinin er viðurkennd sem sérfræðisvið innan sálfræði og kennd sem slík til doktorsgráðu í háskólum vestra. Hvernig greinist sálfræðiráðgjöf (psychological counseling) frá skólasálfræði og frá kliniskri sál- lræði (clinical psychology). Játa verður, að þessi aðgreining er oft harla óljós. Meginmunur á þekkingu og starfsaðferðum er sjaldnast beinlínis að rekja til náms í háskóla, heldur tengdur því, hvar starfið er unnið og á hvaða aldri skjólstæð- ingar eru. Skólasálfræðingar vinna mest að atluig- un barna og aðstoða kennara þeirra og foreldra. Sálfræðiráðgjafar vinna mest í framhaldsskólum, en einnig í vaxandi rnæli í ýmsum stofnunum, svo sem heilsuverndarstöðvum og öðrurn ráðgef- andi stofnunum, einnig sjúkrahúsum. Kliniskir sálfræðingar starfa einkum við sjúkrahús og geð- verndarstofnanir, þar sem skjólstæðingar eru flestir mjög sjúkir og líta á sig sem sjúklinga. Þróunin í menntun og starfstækni jæssara sér- fræðinga er hröð, færir þá að sumu leyti stöðugt hvern nær öðrum, en þó fjær í sérhæfingu á viss- um sviðum. Nokkuð ólík fræðileg sjónarmið og kenningar um eðli persónuleika og mótun skap- gerðar eru einnig atriði, sem hér skipta miklu máli. Skjólstæðingur virkur aðiii. Kenningar Carl R. Rogers, existentialista og þeirra sálfræðinga sem einkum kenna sig við „humanisma", eru ntikilvægar, ef skilja á stöðu ráðgjafarhugtaksins í dag á sviði kennslu, félags- aðstoðar, starfs- og námsleiðsagnar, sálfræðiráð- gjafar og læknisþjónustu. Þessir aðilar leggja meiri áherzlu en áður á virka þátttöku skjól- stæðings í ráðgjafarstarfinu og lækningunni. Þeir treysta á vaxtarmátt og löngun skjólstæðinga til heilbrigðis, og þeir viðurkenna gildisbundna og tilfinningalega aðild ráðgjafans að ráðgjafarsam- bandinu. Þetta síðast nefnda er beinlínis talið hluti af starfstækni aðhverfrar ráðgjafar (Rog- ers). Þetta greinir þá að nokkru leyti frá sál- fræðingum, sem fylgja hefðbundinni aðferð sál- könnuða (Freud). Áherzla þeirra á tilfinninga- lífið merkir þó ekki, að þeir geri lítið úr hlut greindar og skýrrar rökhugstmar. Þeir leggja og flestir mikla áherzlu á vísindalegar rannsóknir og eru kröfuharðir í aðlerðafræðum. Þróunarferill ráðgjafarhugtaksins er ekki auð- rakinn né hin misvirku stig ráðgjafarsambancls- ins auðveld í túlkun, nema í löngu máli. Því verður hér látið staðar numið að sinni. Mikilvægi hugtaksins liggur einkum í nýtingu nýfenginnar þekkingar um tilfinningar- og geðlíf. Sú þekking er enn gloppótt, þrátt fyrir verulega sigra í geðfræðum og félagssálfræði. Aukin ])ekk- ing á öflum vitundar og hóplífs er líkleg til að efla afrek mannsins við nám og störf og vonandi einnig auka líkur hans til að lifa trúverðugu og persónulegu lífi. MENNTAMÁL 17

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.