Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 9
Nýtt útgáfufélag Samband íslenzkra barnakennara Fyrir rúmum þremur árum kom það til orða milli Andra ísakssonar sálfræðings og forráða- manna Menntamála að efna til samvinnu milli Skólarannsókna og kennarasamtakanna um útgáfu tímaritsins í þeim tilgangi að efla ritið og auka útbreiðslu þess. Haldnir voru fundir um málið í febrúar og marz 1967 og samdar tillögur um fyrirkomulag. Málið komst þó ekki lengra að því sinni, en á síðast liðnu ári tók Andri þráðinn upp að nýju og hafði forgöngu um að koma á því samstarfi um útgáfuna, sem orðið er að veruleika. Hér skulu nú aðilarnir að útgáfufélaginu kynntir með nokkrum orðum og birtur samn- ingurinn um útgáfu ritsins. Fóstrufélag íslands Stéttarfélagið Fóstra var stofnað í febrúar 1950 og gekk nokkru síðar í Alþýðusamband islands. Tilgangur félagsins var einkum sá að annast kjarasamninga og gæta hagsmuna félaganna. Fyrsti formaður félagsins var Elínborg Stefánsdóttir. Þann 4. desember 1964 gerðust starfandi fóstrur í Reykjavík fastir borgarstarfsmenn. Gekk þá Stéttarfélag- ið Fóstra úr A.S.Í. Á aðalfundi árið 1965 var nafni félagsins breytt um leið og það sameinaðist Nemenda- sambandi Fóstruskólans. Heitir það nú Fóstrufélag ís- lands. [ lögum þess segir m.a., að tilgangur félagsins sé að efla fóstrustéttina, glæða áhuga á öllu, er varð- ar fóstrustarfið, efla framhaldsmenntun og gæta fjár- hagslegra hagsmuna félaganna. Tala félaga er nú um 80. Núverandi formaður er Þórunn Einarsdóttir, forstöðukona, og fulltrúi félagsins í ritnefnd Menntamála er Gyða Ragnarsdóttir. Samband íslenzkra barnakennara var stofnað 17. júní 1921. Það er samband 10 svæðafélaga, sem ná til alls landsins. SÍB er málsvari barnakennara út á við og fer með umboð stéttarinnar gagnvart opinberum aðilum. Markmið sambandsins er að vinna að alhliða íram- förum í uppeldi barna á fslandi og gæta hagsmuna barnakennarastéttarinnar. Félagsmenn eru u.þ.b. 850. Formaður er Skúli Þorsteinsson, en ritnefndarmenn Menntamála Ingi Kristinsson, Skúli Þorsteinsson og Þor- steinn Sigurðsson. Landssamband framhaldsskólakennara Landssamband framhaldsskólakennara var stofnað 17. júní 1948 að tilhlutan Félags framhaldsskólakenn- ara í Reykjavik. Markmið sambandsins er að efla samvinnu kennara við framhaldsskólana, að vinna að heilbrigðri og eðli- legri þróun í framhaldsmenntun unglinga eftir að barna- skóla er lokið, að vinna að bættum kiörum kennara og gæta hagsmuna þeirra og stuðla að því, að þeir eigi sem greiðasta leið að auka menntun sína. LSFK er skipt í deildir og miðast deildaskiptingin og starfssvæði hverrar deildar að mestu við kjördæma- skipan landsins. í Reykjavík teljast þó eftirtalin félög sérstakar deildir: Félag gagnfræðaskólakennara, Kenn- arafélagið Hússtjórn og Samband sérskólakennara í Reykjavík. Deildirnar og kennarafélögin starfa eftir eigin starfsreglum, sem eru í samræmi við lög LSFK. Félag- ar í LSFK eru nú um 700. Núverandi formaður sambandsstjórnar er Ólafur S. Ólafsson, en ritnefndarmenn Menntamála eru Andrés Davíðsson og Þorsteinn Eiríksson. Skrifstofa sambands- ins er að Laufásvegi 25 og er opin þann tíma, sem skólar starfa: á mánudögum kl. 16.00—18.00, þriðjud. kl. 10.00—12.00, fimmtud. og föstud. kl. 17.00—19.00. MENNTAMÁL 3

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.