Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 14
að öðlast aðgreint liagnýtt verksvið, faglegt sér-
stæði. Þau þrjú meginverksvið eða viðhorf, sem
lýst var, eru að renna saman í sérfræðilega heild.
Þannig eru nú skipulagðar námsbrautir í háskól-
um, einkum í Bandaríkjunum, en einnig í
Evrópu, þar sem sálfræðinemar fá að nokkru frá
upphafi námsferils sérþjálfun á þessu sviði. Þró-
unin í skipulagi sálfræðináms virðist víða sú, að
hið almenna grunnnám styttist nokkuð, nemandi
velur sérsvið og framhaldsnám á sérsviði lengist.
Bandaríkin:
Sálfræðiþjónusta í skólum Bandaríkjanna er
stundum rakin til ársins 1896 (Witmer, Pensyl-
vania), en 1915 er fyrsti skólasálfræðingurinn
ráðinn af f'ræðsluyfirvöldum einstaks fylkis
(Connecticut). Var það hinn frægi barnasálfræð-
ingur Arnold Gesell.
Fyrsta námsáætlun til doktorsgráðu í skóla-
sálfræði var gerð 1953, en síðan hefur þeim há-
skólum fjölgað ört, er veita slíka gráðu í grein-
inni. 1950 störfuðu um 520 skólasálfræðingar í
Bandaríkjunum, en 1967 voru þeir taldir 5000.
Skipulagning og framkvæmd sálfræðiþjónustu
er mjög breytileg í Bandaríkjunum. Aðaleinkenni
á skipulagi sálfræðiþjónustu fyrir barnaskóla er
starf í miðstöð, þar sem sérfræðingar vinna sam-
an (Team-work). Jafnframt einstaklingsathugun
í miðstöð er viða unnið í skólunum.
Handleiðsla (Guidance) sem sérþáttur í skóla-
starfi er sjálfsagt hvergi eins vel þróuð og í Banda-
ríkjunum, þótt mismunur sé mikill milli fylkja.
Skólaráðgjafar, sem annast náms- og starfsleið-
sögn með allvel skilgreindu hlutverki, starfa við
ílesta sæmilega framhaldsskóla. Krafan í dag er
víðast sú, að sálfræðingar með sérmenntun í sál-
fræðiráðgjöf gegni starfi skólaráðgjafa.
Danmörk:
Sálfræðiþjónusta hófst í Danmörku um 1930.
Skipulagning og þróun hefur að miklu leyti
byggzt á sérkennsluhugmyndum og „skólasálfræð-
MENNTAMÁL
8
ingar“ margir með kennarapróf og framhalds-
menntun frá Kennaraháskólanum. Á þeim hvílir
nokkur kennsluskylda. Verkefni jieirra eru, í sam-
ræmi við ofanritað, helzt Jrau, að athuga börn,
sem eru afbrigðileg í námi, og bæta kennslu-
aðstöðu þeirra. Skipulag þetta hefur sætt nokkurri
gagnrýni hin síðari ár, starfssviðið þótt Jrröngt
og menntunarkröfur ófullnægjandi. Kennarahá-
skólinn í Emdrupborg hefur nú liafið 4 ára
kennslu í menntunarsálfræði með skólasálfræði
sem sérsvið. Óljóst er, hverrar viðurkenningar
j>eita nám nýtur af danska sálfræðingafélaginu.
Finnland:
SálfræðiJjjónusta tengd skólum eða rekin í
Jteirra Jxígu er naumast til í Finnlandi. Aðstoð
við börn á skólaaldri er veitt af ráðleggingar-
stöðvum um uppeldismál, sem reknar eru af bæj-
ar- og sveitarfélögum, en án skipulagstengsla við
skóla. Á skyldunáms- og gagnfræðastigi eru hins
vegar allvel skipulagðar starfsvalsstöðvar, sem eru
í höndum sálfræðinga, svo og starfsfræðsla.
Skipan Jtessi hefur sætt gagnrýni, Jjykir hún
nýtast illa skólunum m. a. vegna Jaess, að engin
yfirstjórn er til, er samræmi Jjá þjónustu, sem
veitt er. Endurskipulagning Jtessara mála í Finn-
landi mun vera í undirbúningi.
Svíþjóð:
Sálfræðijjjónusta fyrir skóla í SvíJjjóð byggðist
að miklu leyti á sömu sjónarmiðum og áður er
lýst í Finnlandi. Treyst hefur verið á ráðgefandi
skrifstofur og geðverndarstöðvar varðandi upp-
eldisvandamál. Eftir 1950 fóru Jxi sálfræðingar
að starfa á vegum skólanna. Var sú Jjjónusta
skipulögð af ríkinu. Landinu er skipt niður í 24
lén og hefur hvert þeirra skólasálfræðing, sem
er yfirmaður sálfræðijrjónustu í viðkomandi léni.
Engin laga- eða reglugerðarákvæði voru til
skamms tíma um störf sálfræðinga, sem ráðnir
eru af bæjar- og sveitarfélögum í einstökum skóla-
hverfum.