Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 16
skyldi ríkisstjórnin leita álits fræðsluráða um
frumvarpið og væntalega þátttöku skólahéraða í
kostnaði við þjónustuna. Skyldi ríkisstjórnin
leggja þær niðurstöður fyrir næsta Alþingi.
Árið 1956 var Jónas Pálsson, M. A., ráðinn
kennari í Kópavogi, en hafði heimild til að
starfa að leiðbeiningum fyrir kennara og for-
eldra. Urðu þau verkefni hans aðalstarf við
barnaskólana.
Árið 1960 er stofnuð Sálfræðideild skóla við
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og var Jónas Páls-
son ráðinn forstöðumaður. Skipulag og starfs-
hættir deildarinnar voru nokkuð mótaðar af
norskum fyrirmyndum. í fyrstu var starfsmaður
aðeins einn, þ. e. forstöðumaður, en nú starfa 3
sálfræðingar við deildina, auk forstöðumanns,
einn félagsráðgjafi og kennari í hálfu starfi.
Barnalæknir veitir ráðgefandi aðstoð. Starfið hef-
ur verið takmarkað að mestu við barnastigið.
Inntaka í skólana að Jaðri, Hlaðgerðarkoti og í
Höfðaskóla er í höndurn deildarinnar. Síðustu
2 ár hafa verið skipulagðir heimsóknartímar í
skólana.
Reykjavíkurborg stendur ein straum af kostn-
aði við deildina. Ákvæði um starfshætti og hlut-
verk eru ekki önnur en þau, sem finna má í
samþykkt fræðsluráðs Reykjavíkur frá 1960 um
könnur á skólaþroska byrjenda og leiðbeiningar
í uppeldisefnum.
Geðverndardeild barna í He'ilsuverndarstöð
Reykjavíkur tók til starfa 1960 undir forystu Sig-
urjóns Björnssonar sálfræðings. Deildin sinnir
einkum geðrænum vandamálum og meðferð yngri
barna. Sigurjón Björnsson lét af störfum við
deildina 1966 og hefur starfsemi hennar síðan
dregizt heldur saman.
Haustið 1969 hóf Örn Helgason sálfræðingur
störf sem skólasálfræðingur við barnaskólana í
Reykjanesumdæmi á vegum samtaka sveitarfélaga
í Reykjaneskjördæmi. Er það starf í uppbygg-
ingu. Sveitarfélögin standa straum af kostnaði.
Ólafur Gunnarsson, sálfræðingur, starfaði hjá
Reykjavíkurborg frá 1951 til 1965. Hann stóð
fyrir starfsfræðsludögum f Reykjavík og fleiri
bæjum og mun einnig hafa haft á hendi starfs-
fræðslu og leiðsögn til nemenda í skólum.
MENNTAMÁL
10
Stefán Ólafur Jónsson, kennari, var 1965 ráð-
inn námsstjóri til að annast starfsfræðslu í skól-
um. Var sett reglugerð um þá kennslu, sem skyldi
fara fram í tengslum við félagsfræðikennslu. Stef-
án Ólafur hefur eftir föngum veitt einstökum
nemendum starfsleiðsögn, en einstaklingsráðgjöf
af því tagi er ekki til reiðu í skólunum. Þó hafa
síðustu 2 árin sálfræðiráðgjafar starfað við Kenn-
araskóla íslands.
Á vegamótum.
Á það var bent hér að framan, að sálfræði-
þjónusta í skólum hefði smokrað sér inn fyrir
gættir í skjóli þriggja hreyfinga, sem allar hafa
átt öfluga talsmenn og standa í nokkrum tengsl-
um við efnahagsleg og félagsleg áhrifaöfl innan
þjóðfélagsins. Við sáum þessa þróun í Bretlandi
og Bandaríkjunum. í Danmörku hefur rannsókn
á greindarþroska og kennsla afbrigðilegra senni-
lega verið aðalfarvegur starfsins, í Svíþjóð hefur
geðverndarsjónarmiðið mátt sín mest, í Finnlandi
leiðsögn um starfsval og nokkurt geðverndarstarf.
í Noregi var skólasálfræði mjög í fötum geð-
verndarmanna, en hefur síðan þróazt örar til
starfslegs sjálfstæðis en í flestum öðrum löndum.
Hér á íslandi má greinilega merkja þessa sömu
þróun. Eitt sinn átti að lauma sálfræðiþjónustu
inn í gervi starfsleiðsagnar og starfsfræðslu. Þá
munu margir hafa talið eðlilegt að Geðverndar-
deild barna i Heilsuverndarstöðinni tæki við
þessu hlutverki. Vafalaust átti þörfin á aðstoð
við mjög námstreg og vitsmunalega afbrigðileg
börn mestan þátt í ráðningu manna við skólana
í Kópavogi og Sálfræðideild skóla í Reykjavík.
Slík sjónarmið er sízt að lasta. Það er þó trú
margra okkar, sem vinnum á þessum vettvangi,
að leitinni að starfslegu sérstæði sé senn lokið.
Greinin sé að rísa úr öskustónni og búa sig til
afreka á eigin vegum bæði hér og erlendis. Auk
almennrar sálfræðiþekkingar, einkurn á sviði
menntunarsálfræði, kennslufræði og þróunarsál-
fræði, verður kjarni greinarinnar tengdur þekk-
ingu í félagssálfræði, geðfræði og rannsóknar-
tækni á sviði náms og kennslu.