Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 29

Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 29
undir stjórn skólastjóra, en nýtur fag- legrar umsjónar frá sálfræðiráðgjafa. 6. Sálfræðiráðgjafi vinnur mest af starfstíma á sálfræðimiðstöð fræðsluumdæmisins. Hann hagnýtir gögn og upplýsingar um einstaka nemendur frá barnaskóladeild stöðvarinnar. Verkefni skólaráðgjafa. 1. Skólaráðgjafar starfa í framhaldsskólum. Einn skólaráðgjafi í fullu starfi annast 400—500 nemendur. Á skólaráðgjafa hvíl- ir, ásamt skólastjóra og sálfræðiráðgjafa, mótun og framkvæmd uppeldisstarfs, nemendaverndar og ráðgjafar í skólan- um. 2. Trúnaður og gagnkvæmt traust nærist af greiðum andlegum samskiptum milli ein- staklinga. Miðlun og tjáning eru því lífæð- ar ráðgjafar. Skólaráðgjafi leggur höfuð- áherzlu á að tryggja og halda opinni sam- starfsleið milli nemenda og kennara, for- eldra og kennara og kennara sín á milli. Hann er því miðdepill í „menntunarsam- félagi“ skólans. 3. Af einstökum verkefnum eru þessi helzt: Skráningarkerfi, einfalt og ýtarlegt, náms- mat, aðstoð til kennara við samningu prófa og úrvinnslu, örvun samskipta, miðlun fræðslu og upplýsinga milli nem- enda, kennara og foreldra. Skólaráðgjafi veitir öllum nemendum tækifæri til við- tals. Hann skipuleggur fjöldaleiðsögn um val kjörgreina og námsbrauta og annast sérstaklega persónulegar leiðbeiningar um starfsval. Skólaráðgjafi annast fram- kvæmd sálfræðilegra hópprófa og starfs- valsprófa, ef notuð eru í skólanum. Hann stuðlar að námsleiðbeiningum í skólan- um, bæði með bæklingum og munnlegum upplýsingum. 4. Skólaráðgjafi hlustar á og kynnir sér persónuleg geðræn vandamál skjólstæð- inga og vísar til sálfræðinga, lækna og annarra sérfræðinga, ef þess er þörf. Menntun skólaráðgjafa. 1. Reynsla sýnir, að gagnslaust er eða skað- legt að ráða skólaráðgjafa, ef þeir kunna lítil skil á verkefnum sínum. 2. Mannlegir eiginleikar eru mikilvægir, en 2—3 ára háskólanám ásamt 3—5 ára kennslureynslu, ræður úrslitum um hæfi til starfs. 3. Sérfræðinám skólaráðgjafa er innan nokk- urra greina uppeldissálfræði. Má nefna sálfræði námsins og einstaklingsmun manna. Nauðsyn er kunnáttu í tölfræði, gerð prófa og notkun, undirstöðutækni í ráðgjöf og samtalstækni og loks innsýn í ávirk öfl geðlífs bæði hjá einstaklingum og hópum. 4. Æskilegt er, að skólaráðgjafi hafi lokapróf í sálfræði ásamt kennslureynslu. Óraun- sætt virðist, að svo stöddu að gera mag- isterpróf í sálfræði að skilyrði til starfs- ins. 5. Þar til nægilega margir sálfræðingar fást til starfsins, skal ráða til þess kennara með kennslureynslu, sem afla sér mennt- unar í vissum greinum uppeldis- og ráðgjafarsálfræði. Kennarasamtökin og menntamálaráðuneytið skipi nefnd trún- aðarmanna, til að velja menn til starfa á þessu sviði og síðan verði þeir studdir til sérnáms og starfsþjálfunar. MENNTAMÁL 23

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.