Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 22
framhaldsskólum. Skólaráðgjafar sinna einnig ráðgjafarstörfum, svo sem námsmati, náms- og starfsleiðsögn og persónulegri aðstoð, eftir því sem samræmist sálfræðiþekkingu þeirra og mennt- un. Þessir sérfræðingar, ásamt félagsráðgjöfum, læknum og sérkennurum, beita allir (þótt tækni sumra kunni að vera harla lítil) sérfræðilegri starfstækni ráðgjafar, er þeir veita skjólstæðing- um aðstoð. Hið ávirka og tæknilega stig ráðgjafar- sambandsins ristir þó mjög misdjúpt í vitundar- lífi skjólstæðinga. Af því leiðir ýmis vandkvæði um verkaskiptingu og samstarf. Freista skal að gefa stuttar skýringar á hand- leiðslu og ráðgjafarhugtökunum eins og þau virðast túlkuð í dag: „Handleiðsla er stefnumið eða viðhorf' varð- andi aðhæfingu menntunar í víðustu merkingu að þörfum einstaklingsins, samræming alls náms í kennslustofu og utan, þannig að nýtist sem bezt nemandanum til persónulegs skilnings, skerpi dómgreind hans og auki hæfi hans til að taka „skynsamlegar“ ákvarðanir og velja milli leiða.“ (Gilbert C. Wrenn). Síðasti hluti þessarar lýsingar gæti eins átt við ráðgjafarstarf. Er það raunar eðlilegt og sýnir, að kennsla og ráðgjöf geta á vissum sviðum nálgast mjög. Wrenn legg- ur mikla áherzlu á þátt skólastjóra og stjórnunar- manna fræðslumála í framkvæmd handleiðslu og uppeldisstarfa í skólum. Vorið 1969 hélt Evrópuráðið ráðstefnu sérfræð- inga um handleiðslu, almenna ráðgjöf og mennt- un kennara og ráðgjafa með tilliti til uppeldis- starfs skólans. Handleiðsla er í greinargerðum frá ráðstefnunni á sínum stað svo skýrð: „Markmið handleiðslu er að hjálpa nemanda til að lifa lífinu sem vel uppfræddur og dugandi maður. Þetta skal gera með því að efla hæfi hans til að velja og hafna, ekki aðeins í skólanum, heldur einnig síðar í lífinu sjálfu. Aðstoða skal nemanda að velja nám og starf sem honum hentar." Geðræn ferli og nám. Framsýnir skólamenn benda nú sterklega á nauðsyn þess að efla handleiðslu og uppeldisstarf MENNTAMÁL 16 kennara, m. a. með því að bæta menntun þeirra almennt í sálfræði. (Sjá annars staðar um liand- leiðsluþátt kennara í kennslustarfi). Brautryðj- endur í geðfræðum og félagssálfræði liöfðu, þeg- ar kom fram um 1940, glögglega sýnt fram á mikilvægi tilfinninga, geðlífs og skapgerðar í lííi manna. Jafnvel þeir, sem ófúsastir voru að líta á manninn í Ijósi nýrrar þekkingar, urðu að láta nokkuð undan síga. Menn fer að gruna mikilvægi geðrænna ferla (dynamic processes) í vitundarlífi og alferli, einnig við nám. Orðið ráðgjöf (counseling á enskri tungu) er í ýmsum löndum og af mörgum starfsstéttum notað til að lýsa aðstoð, sem sérfræðingar eða embættis- rnenn veita skjólstæðingum, sem til þeirra leita ráða. Má þar til nefna lögmenn, presta, kennara, lækna o. s. frv. Almenn ráðgjöf, með nokkurri sérhæfðri starfstækni, þróaðist þó einkum hjá skólaráðgjöfum. Það var einkum innan skólanna og í sálfræðistöðvum tengdum þeim, sem breyt- ingin úr leiðsögn (guidance) til ráðgjafar (coun- seling) átti sér stað. Skrefið yfir í sálfræðiráðgjöf (psychological counseling) innan framhaldsskól- anna var stigið smátt og smátt, eftir því sem sál- fræðilegum sjónarmiðum óx fylgi. Seinni heims- styrjöldin markaði tímamót að þessu leyti. Starfs- ráðgjafar sáu, að vitneskja um starfsgreinar einar saman var ónóg, hlutlægar upplýsingar um hæfileika og skapgerð nemenda voru nauðsyn- legar ásamt túlkun þessara „staðreynda.“ Aukin sálfræðimenntun ráðgjafa leiddi til skýrari af- mörkunar á hlutverki skólaráðgjafa. Félagsráðgjöf mikilvæg. Breyting á menntun og starfshlutverki félags- ráðgjafa bæði í Bandaríkjunum og annars staðar hefur átt verulegan þátt í þróun ráðgjafar- hugtaksins, frá því að vera tilviljanakennd miðl- un vitneskju, síðar að nokkru marki hlutlæg og markviss almenn ráðgjöf og loks eiginlegt ávirkt ráðgjafarsamband (dynamic process of counsel- ing)- Félagsráðgjöf var lengi framan af bundin ein- hliða félagslegri hjálp við fátæka og bágstadda.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.