Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 21

Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 21
Ráðgjafarhugtakið hefur þróazt frá almennri merkingu, sem m. a. felst í enska orðinu „guide“: að leiða, veita leiðsögn, og til mjög sérfræðilegrar merkingar innan sálfræði og geðfræði, Jrar sem merking þess er, að flestra dómi, einmitt and- stæða hinnar upphaflegu forræðu merkingar (directive). í síðargreindu merkingunni felur liug- takið í sér gagnkvæmt ávirkt samband ráðgjafa og skjólstæðings. Þannig skilgreint verður ráð- gjafarsambandið næstum ógreinanlegt frá sál- lækningum, eins og Jrær eru skv. skilgreiningu framkvæmdar af kliniskum sálfræðingi eða geð- lækni. Milli Jressara endimarka eru rnörg milli- stig og löng saga. Drepið skal á fáein atriði. Sálfræðiráðgjöf í J)águ nemenda, aðgreind frá vinnutækni kliniskra sálfræðinga, sem liún síðar sótti svo mikið til af sérfræðilegum vinnubrögð- um, átti rætur í handleiðslustefnunni. Því skal hún skýrð sérstaklega. Handleiðsla og menntastefnur. Bæði hugtökin, liandleiðsla og ráðgjöf, í þeirri merkingu, sem hér greinir, eru sérstaklega tengd enskri tungu og þróun skóla og menntamála í Bandaríkjunum og Bretlandi. Engu að síður eiga bæði hugtökin, einkum handleiðsla, djúpar rætur í siðmenningarþróun Evrópu, sérstaklega á sviði mannréttinda, pólitísks lýðræðis og al- mennrar menntunar. Nægir í Jressu efni að nefna nöfn eins og Pestalozzi, Rousseau og Locke og á þessari öld Dewey og Russell. Handleiðslu- stefnu í skóla- og menntamálum í dag má Jrví að einu leyti lýsa svo, að hún sé endurnýjuð yfirlýsing kennara og sérfræðinga um uppeldis- hlutverk skólans. Þetta uppeldisstarf tekur breyt- ingum í tímans rás. Eitt sinn innti kennarinn J)að allt af hendi í kennslu sinni. Enn er kennar- ans hlutur sennilega mestur. (Sjá kafla um hand- leiðslustarf kennara). Jafnframt eru komnir til sérfræðingar, sem aðstoða bæði kennara og nem- endur á Jressum vettvangi. Handleiðslustefna, eins og við þekkjum liana í dag, er sérstaklega tengd Jreirri hreyfingu í kennslustarfi, sem varð, er Bandaríkjamaðurinn Parson gaf' út bók sína „Choosing a Vocation“ árið 1909. Varð þá til hugtakið starfsleiðsögn. Á íslenzku var talið heppilegra að tákna „Voca- tio^ial Guidance“ með sérstöku orði og greina Jrað Jrannig frá hinni alnrennu stefnuyfirlýsingu, senr felst í handleiðsluhugtakinu. Á sama hátt er farið með „Educational guidance“ (nánrsleið- sögn). Starfsleiðsögn Parsons var raunar lítið annað en Jrað, sem við nú köllunr vitneskju um störf. John Dewey var unr Jressar mundir að setja fram kenningar sínar r uppeldislreinrspeki og sálfræði. Eitt meginsjónarmið hans var, að upp- eldi og kennsla skylclu löguð að Jrörfum barns og nemenda. Nenrandinn var kjarni og miðpunkt- ur skólastarfs (child-centered education). Þarfir nemanda, áhuganrál og hæfileikar voru Jrau frunr- atriði, senr kennari skyldi taka nrið af. I Jressu fólst krafa unr fræðilega Jrekkingu senr grundvöll kennslu. Af Jrví leiddi einnig að farið var fremur en áður að líta á kennslu sem sér- fræðilegt starf. Nokkur sálræðileg kunnátta og starfsþjálfun væru kjarni í starfshæfi kennara. Reynsla sýndi, að starfsleiðsögn og nánrsleið- sögn (educational guidance) voru nátengd. Nem- andinn er einn maður en ekki ntargir. (The whole child). Ákvörðun um námsbraut ræður oftast úrslitunr um starfsval. Því er eðlilegt, að Jietta tvennt sé unnið af sama aðila, handleiðslu- kennara eða skólaráðgjafa (guidance teacher, counselor). Ráðgjöf á ýmsum stigum. Hér verður að gera langa sögu stutta. Horfið við nemandanum sem nranni og upp- eldislegt lrlutverk skólans lrafa Jrannig Jrróazt nokkuð á undangengnunr áratugum, annars veg- ar sem alnrennur Jráttur í skólastarfi og kennslu, lrins vegar senr aðgreindur þáttur í starii sérfræð- inga, einkum sálfræðinga, til aðstoðar nemendunr, kennurum og foreldrunr. Hið fyrra sjónarmið ef nrótað í yfirlýsingum unr handleiðslu í skólum og nemendavernd, hið síðara er tengt hlutverki og störfunr skólasálfræðinga, sem einkum vinna á barnastigi og sálfræðiráðgjafa, sem vinna í MENNTAMÁL 15

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.