Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 40

Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 40
MÓÐURMÁJL Höfundur Arsœll Sigurðsson. Teikningar: Baltasar. Útgef.: Riltisútgáfa námsbóka. ----------------------------------------------------------------J Um langt áuabil lieíur verið nokkuð einhliða kennsla í móður- máli í skólum landsins. Áherzla iiefur einkum verið lögð á réttrit- un og málfræði. Mörgum hefur þótt sem skól- arnir hefðu þar ekki erindi sem erfiði. hetta liefur einkum stafað af þeim handbókaskorti, sem kenn- arar hafa átt við að stríða hér á landi. Þeim bókum, sem notaðar hafa verið, var aldrei ætlað að leysa allan vanda, en tóku fyrir þröngt svið af vandvirkni og ná- kvæmni. Það er því ekki þeim að kenna, þótt þær kunni að hafa ver- ið misnotaðar um sinn, vegna skorts á liandbókum við kennslu annarra þátta móðurmálsins. Ársæll Sigurðsson, fyrrv. skóla- stjóri, iiefur unnið mikið að móð- urmálskennslu á kennaraferli sín- um og veit því, hvar skórinn kreppir. Hann hefur nú sent frá sér tvær bækur í móðurmálskennslu sem framhald Ritæfinga, sem komu út fyrir nokkrum árum hjá sama for- lagi. Ritæfingar voru hugsaðar sem byrjunaræfingar í skriflegri móð- urmálskennslu. Þar er að finna margar góðar æfingar, en ég hygg, að þar mætti þó auka tíðni hinna iéttu algengu orða, sem sett eru fram í samþjöppuðum æfingum. Þessar tvær bækur, sem nú liafa komið á markaðinn, eru gefnar út sem handrit. Slíkt er góðra gjalda vert, og ættu kennarar að koma þeim breytingum á framfæri, sem þeir óska að gerðar séu á bókun- um. Að mínum dómi er hér uin merkilega tilraun að ræða af hendi höfundar. Hann reynir hér að sam- eina marga þætti móðurmáls- MENNTAMÁL 34 kennslunnar í eina lieild og bygg- ir bækurnar þannig upp, að öll- um sé gerð nokkur skil. Höfundur heldur áfram á svip- aðan hátt með uppbyggingu frá- sagnar eins og í iyrstu bókinni. Hann notar sögur sagðar í mynd- um til þess að örva og lijálpa nem- endunum til við að byggja upp frá- iíögn. Uinnig erti verkefni, þar sem nemendurnir eiga að semja sögur án mynda, en eftir fyrirsögn. — Þar eru þarfar ábendingar um uppbyggingu slíkra frásagna, t.d. á bls. 7 11. hefti. Þá er einnig vakin atliygli á því, hvernig segja má sömu liugsun á margan hátt. Þarna er einnig að finna æfingar til þess að útrýma liinum þrálátu þágufallsvillum. Hinum almennu reglum réttrit- unar eru gerð góð skil, bæði með því að skrila orðin í samhengi, án samhengis og fella þau inn í setn- ingar. Ekki er ástæða til að lýsa þessu nánar liér, en auðvelt er að finna reglurnar í bókinni, því efn- isyfirlit er greinilegt. Hvað málfræðinni viðkemur, þá er henni gerð skil á óvenjulega skennntilegan hátt víða í bókun- um. Nægir t.d. að nefna eintölu og fleirtölu nafnorða á bls. 34, I. hefti og stigbreytingu lýsingarorða á bls. 62 og 63, II. hefti. Þá má nefna rím, sem mætti vera meira af, en er t.d. notað við að finna sagnorð á bls. 78, I. hefti. í bókunuin er kennt að semja sendibréf, og margt fleira mætti telja þeim til ágætis. Á bls. 65 1 I. hefti er kennd at- kvæðaskipting, og minnir það mig á þá miklu þörf, sem er á því að breyta reglum um atkvæðaskipt- ingu í íslenzku máli — en það kem- ur þessum bókum eða umsögn um þær annars ekki við. Gallar á þessari bók eru þeir, að uppsetning er ekki aðgengileg. Þar virðist ráða það sjónarmið að spara pappír. Kaflaskil eru ekki íiógu að- greind, og virðist sem skáletur eigi að bæta úr þeim ágalla, sem fólg- inn er í of mikilli samþjöppun efn- isins. Skáletur er nemendum 1 barna- skóla hvimleitt og eykur því frern- ur en minnkar þennan galla. Þessar skáletursgreinar eru veiga- miklar skýringar eða fyrirskipan- ir og ættu því að skrifast með stóru og áberandi letri. Suins staðar bregzt Baltasar boga- listin við teikningarnar, t.d. má benda á myndina af drengnum á bls. 28 í I. liefti. Þá er prentun sumra myndanna ekki neinu lík, og þar geta fag- menn naumast hafa verið að verki. Myndirnar á bls. 69, 73, 76 og 77 í fyrsta hefti bera þessu Ijósastan vott. Þá er það að mínu áliti galli að taka það fram, að bókn sé ætluð fyrir barnaskóla. Það útilokar oft, að hún sé notuð af nemendum annars skólastigs, þótt hún kynni að vera allra hóka bezt við hæfi. Magnús Magnússon.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.