Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 19

Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 19
mörkun er nú álitin vafasöm. Skólasálfræðingur getur einnig unnið að sálfræðilegri meðferð taugaveikiaðra nemenda (psychotherapy), ef hann hefur réttindi til þess og aðstæður leyfa. (English and English, 1967). Áður var álitið, að starf skólasálfræðings markaðist af vinnu með erfið börn. Nú er viðurkennt, að starf hans getur verið árangursríkt fyrir alla nemendur og skólastarf í heild. (Encylopedia of Educational Research, 1960). Skólasálfræðingur notar sérhæfða þekkingu sina um námsmat, nám, kennslu og mannleg samskipti til þess að aðstoða starfsfólk skólanna, stuðla að reynslu og þroska allra nemenda, finna afbrigðilega nemendur, greina vanda þeirra og veita þeim fyrirgreiðslu (Magary, 1967). Sjá skýrslur frá ráðstefnum: The Thayer Conference 1954, Unesco ráð- stefna, Genf 1948 og Unesco ráðstefna, Hamborg 1954. Starfsfræðsla: Starfsleiðsögn: Vocational instruction eða information (e), yrkesorienterende undervisning (n). Starfskynning og upplýsingar til nemenda, veittar hópum eða með bekkjarkennslu. Veitt fræðsla um atvinnuvegi þjóðar, ástand þeirra og horfur, helztu einkenni starfsgreina og einstakra starfa og kröfur, sem gerðar eru til starfsmanna. Kennslan oft í tengslum við félagsfræði. Vocational guidance (e), nú oftar vocationa! counseling (e), yrkesvejledning (d), yrkesrettleiing (n). Upphaflega aðalatriði í handleiðslu í skólum sem sérþáttur utan kennslu. Rennur nú víða saman við námsleiðsögn, hluti af starfi skólaráðgjafa og sálfræðiráðgjafa. Áður fyrr mest upplýsingar um starfsgreinar og e. t. v. að starfskröfur og hæfileikar væru nokkurn veginn í samsvörun. Starfsleiðsögn í dag oft nefnd starfsráðgjöf og þá þáttur af námsleiðsögn og sálfræðiráðgjöf. Starfsráðgjöf tekur mið af hugmynd skjólstæðings um hvað hann vilji verða. Starfið er þá leið til að ná persónulegu markmiði — ekki síður en fjárhagslegu. Val eða ósk einstaklings um starf gefur til kynna hvers konar manneskja hann vill vera. Ráðgjöfin er þá fólgin í túlkun og aðlögun sjálfs- myndar og persónuþarfa að aðstæðum og tækifærum. Heimildir: Við gerð orðskrár um sérfræðihugtök var einkum stuðzt við eftir- farandi heimildarrit. 1. Bordin, E. S.: Psychological Counseling. Appleton-Century- Crofts, Inc. 1955. 2. Encyclopedia of Educational Research. The Macmillan Co. 1960. 3. English and English: Dictonary of Psychological and Psy- choanalytic Terms. David McKay Co. 1958 og 1966. 4. Magary, J. F. (Editior). School Psychological services. Pren- tice-Hall, Inc. 1967. 5. Vormeland, O. Pedagoglsk psykologisk rádgivning i skolen. Fabritius & Sgrnners Forlag. Oslo 1963. Við ritgerðir um söguágrip og hugtökin handleiðsla og ráðgjöf var auk þess stuðzt við eftirfarandi rit: Guidance Handbook for Virginia schools. State Depart. of Edu- cation. Vol. 47. June 1965. No. 11. McGowan and Smith (Ed.) Counseling. Readings in Theory and Practice. Holt, Rinehart and Winston, Inc. N. Y. 1964. Námshandleiðsla, sálfræðiþjónusta og ráðgjöf í skólum. — Fjölrit nokkurra erinda 1968—1969, eftir Jónas Pálsson M. A. Psychologists in Education Services (The Summerfield Report). London Her Majesty’s Staionary Office 1968. Referat fra Nordisk möte om Skolepsykologtjeneste, Lysebu, 26.— 27. nóvember 1968. White, M. A. and Harris, M. W.: The School Psychologist. Harper and Row, Publishers, New York 1961. MENNTAMÁL 13

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.