Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 30
r \ Handleiðsluþættir kennslu Bekkjarkennari gegnir mjög miklu hlutverki við nemendaráðgjöf. Kennari stuðlar að eftirfarandi: 1. Skapar bekkjarbrag, sem gerir námið og kennsluna að sameigin- legu verkefni nemenda, kennara og foreldra. 2. Hjálpar nemenda að ráða fram úr vandamálum tengdum félags- og efnahagslegri stöðu fjölskyldu hans. 3. Aðstoðar nemanda að velja vitandi vits og með fullri gát þá kosti, sem skólinn býður. 4. Aðstoðar nemanda að glöggva sig á hæfileikum sínum og dýpka áhugasvið sín. 5. Velur og aðhæfir kennsluaðferðir, sem bezt eru við hæfi hvers einstaks nemenda, að því er við kemur greind, áhugamálum og sér- hæfileikum. 6. Temur nemanda heppilegar náms- og vinnuvenjur. 7. Sinnir þörfum nemanda fyrir sér- staka aðstoð sérfræðinga. Kunnugleiki og skilningur á nem- anda bæði í hópi og einslega, er for- senda þess, að kennari ræki framan- greind verkefni. Raunhæf miðlun upp- lýsinga milli þeirra, sem sinna um hagi nemanda, er frumskilyrði. Reglu- legir fundir í þessu skyni geta verið gagnlegir. Glefsur úr niðurstöðum brezkra kennara og ráðgjafa á ráðstefnu Evrópuráðs í Palma, aprll 1969, um hand- leiðslu og ráðgjöf í skólum. V J MENNTAMÁL 24

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.