Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 15
Noregur: Sálfræðiþjónusta hefur þróazt hraðar þar í landi en flestum öðrum, og eru starfshættir og skipulag um margt til fyrirmyndar. Sálfræðiþjónusta var ákveðin í lögum 1959 og er stjórnað af menntamálaráðuneytinu, þó að stöðvarnar séu reknar af borgar- og sveitarfélög- um. Laun starfsmanna eru greidd að hálfu af borgar- og sveitarfélagi, en hinn helmingur- inn af ríkinu. Sálfræðiskrifstofurnar eru rekn- ar sem miðstöðvar, þ. e. sálfræðingar, félags- ráðgjafar og sérkennarar vinna saman. Mikil áherzla er lögð á ráðgefandi hlutverk þeirra. Reynt er að samræma í starfi þeirra bæði geð- verndarsjónarmiðið og sérkennslusjónarmiðið, sem minnzt var á í upphafi þessa yfirlits. Heimilt var 1958 að reka 26 skólasálfræðistöðv- ar, en nú er heimild fyrir rekstri 81 stöðvar. Ráðgjöf, starfs- og námsleiðsögn, og sálfræði- ráðgjöf í framhaldsskólum hefur breiðzt allört út í Noregi síðan 1960. Heimilddarákvæði eru í lög- unum frá 1969 um ráðningu skólaráðgjafa. Bretland: Sálfræðiþjónusta fyrir skóla á sér langa sögu í Bretlandi. í Bandaríkjunum mætti segja, að þjón- ustan hefði smeygt sér inn í gervi geðverndar- manna og starfsleiðbeinenda. Bretland er dæmi um upphaf starfsins í þeirri grein sálarfræði, sem kennd er við einstaklingsmun manna (Galton) og mælingar á hæfileikum (Binet). Fyrsti skóla- sálfræðingur í Bretlandi er venjulega talinn Sir Cyril Burt. Ráðning hans var tilkynnt í blaðinu Child-Study í febrúar 1913, undir fyrirsögninni skólasálfræðingur. Fræðsluráð Lundúna réð Burt í hálft starf að skólum í borginni. Burt hefur alla ævi bariz.t fyrir því, að sálfræðiþjónusta í skólum væri nátengd skólastarfinu, en ekki ein- ungis rannsókn á sjúkum börnum, þótt hann telji það sjálfsagt verkefni. Aðallega hefur starfið ver- ið tengt miðstöðvum, sem flestar eru undir forni- legri yfirstjórn lækna. Starf brezkra skólasálfræð- inga nýtur íaglegs álits, en gífurlegur fjöldi barna kemur á hvern starfandi skólasálfræðing. Nú er stefnt að miklum breytingum í þessu efni (Summerfield Report 1968). Brezka Sálfræðinga- félagið leggur í dag áherzlu á alhliða hagnýtingu sálfræðiþekkingar í skólunum, m. a. með aukinni sálfræðimenntun kennara og skólastjóra og einn- ig starfi skólaráðgjafa í skólunum, sem fái sér- staka uppeldissálfræðilega menntun í þessu skyni. Hafa verið settar upp námsbrautir við háskóla fyrir skólaráðgjafa, þótt fáir hafi enn lilolið þá skólun. ísland: Vísi að sálfræðiþjónustu í skólum á íslandi má rekja til ársins 1945, þegar menntamálaráðuneyt- ið fól dr. phil. Matthíasi Jónassyni, að staðla ein- staklingsgreindarpróf af Binet gerð. Sigurður Thorlacius, skólastjóri, hafði byrjað þetta verk, en lézt um sömu mundir. Dr. Matthías lauk verk- inu 1955, og var þá greindarpróf hans gefið út og sálfræðingum heimiluð afnot þess. Á fjórða þúsund börn, 2—16 ára, voru prófuð við stöðlunina. í tengslum við starf þetta hóf dr. Matthías aðstoð við afbrigðileg börn, bæði að beiðni skóla og foreldra. Opnaði starf hans augu almennings fyrir gildi sálfræðilegrar að- stoðar. Upp úr 1950 komu nokkrir sálfræðingar heim frá námi, unnu sumir við stöðlun greindar- prófsins og stunduðu síðar að einhverju marki sálfræðileg störf í þágu einstakra afbrigðilegra nemenda. Þáverandi menntamálaráðherra, dr. Bjarni Benediktsson, lagði fram 1955 frumvarp til laga um sálfræðiþjónustu í skólum. Var þar aðeins gert ráð fyrir einum starfsmanni, sál- fræðifulltrúa, sem starfaði við fræðslumálaskrif- stofuna í Reykjavík. Höfðu samtök kennara og Sálfræðingafélagið, sem þá var nýstofnað, barizt fyrir málinu. Meirihluti Sálfræðingafélagsins skilaði áliti, sem var á þá lund, að frumvarps- ákvæðin væru ófullnægjandi, þótt viðurkenning- unni, sem í frumvarpinu fólst, væri fagnað. Var málinu vísað frá með rökstuddri dagskrá og M ENNTAMÁL 9

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.