Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 44
námsmarkmið: Sýnir góðar námsaðferðir
mundi ég því brjóta niður í eftirtalin fimm
atriði, sem öll eru sett fram sem atferli
nemandans, en þar með er unnt að meta,
hvort þeim hefur verið náð:
a. Kann að nota orðasafn og gerir það.
b. Notar efnisyfirlit.
c. Gerir góðar glósur og geymir þær til
seinni nota.
d. Hefur snyrtilegar stílabækur.
e. Hefur unnið heimaverkefni reglu-
lega.
Á þessu sést líka, að ekki eru öll náms-
markmið metin með skriflegum prófum,
og ekki fer allt námsmat fram til þess eins
að gefa nemendum einkunn, sem skrifuð
er í einkunnabók. Námsmat fer fram til
að kanna, hvort námsmarkmiðum hefur
verið náð, og aðeins einn tilgangur þess af
mörgum er formleg einkunnagjöf. Megin-
tilgangurinn er að fræða nemendur og
kennara um, hvar þeir standa, svo að þeir
geti hagað vinnubrögðum sínum samkvæmt
því.
Jafnframt því, að námsþættirnir eru sett-
ir fram, er námsefnið sundurliðað. Síðan er
búin til tvíhliða tafla, þar sem þættir náms-
efnisins eru ritaðir á annan veginn en
námsins á hinn. Þessi tafla er gerð með
væntanlegt námsmat í huga. Nú þarf að
meta, hve mikla áherzlu við leggjum á
hvert atriði eða hluta námséfnisins og rita
hlutfallslegt vægi hvers á spássíu, gjarnan
sem prósenttölu. Þess verður að gæta vand-
lega, að atriðataflan endurspegli skólastarf-
ið sem bezt, en vægi hvers þáttar sé ekki
sett út í hött.
Dæmi um einfalda atriðatöflu: Hugsurn
okkur að kennari hafi lokið við að kenna
nemendum tugabrot og nefndar tölur
(metrakerfið). í kennslunni fylgdi hann
námsbókinni, en bætti þó við allmörgum
orðadæmum, sem einkum var ætlað að æfa
nemendur í að finna sínar eigin aðferðir
við lausn daglegra vandamála. Nú vill kenn-
arinn, áður en lengra er haldið, prófa nem-
endur til þess að vita, hvort þeir hafi náð
valdi á þessu námsefni, hvort e. t. v. séu
einhver atriði, sem svo margir eru óöruggir
í, að rétt sé að láta allan bekkinn fá við-
bótarkennslu í þeim, og hvar einstakir nem-
endur þurfi sérhjálp. Námsefnið liggur ljóst
fyrir: Það var farið yfir 4 höfuðgreinar
reiknings í tugabrotum, áherzla lögð á
sætagildi talna og margföldun með 10, 100,
1000 o. s. frv., einnig metrakerfið. Þegar
kennarinn fór að lnigsa um hlutföll í próf-
inu — námsþættina — fann hann, að a. m.
k. helmingur tímans hafði farið í æfingar
uppsettra dæma og því væri eðlilegt, að
helmingur prófsins væri uppsett dæmi. Þau
orðadæmi, sem kennarinn hafði bætt við
og einkum áttu að fá nemendur til að beita
eigin aðferðum, höfðu, að mati kennarans,
tekið um 15% tímans. Samkvæmt þessu
gæti atriðataflan litið þannig út:
o
o
o
o
Námsþættir Námsefni Uppsett dæmi Orðadæmi lesin (eða sambærileg við dæmi í bókinni) Orðadæmi ólesin % af prófi Fjöldi dæma
Samlagning og frádráttur 3 2 1 20 6
Margföldun 4 2 1 25 7
Deiling 4 3 1 25 8
Nefndar tölur 4 4 1 30 9
% af prófi 50 35 15 100
Fjöldi dæma 15 11 4 30
MENNTAMÁL
38