Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 13
skólastigið. Þekkingarsvið og sérfræðileg starfs- tækni eru óhjákvæmilega á annan veg, þegar unn- ið er í þágu nemenda og kennara í framhalds- skólum. Þá er oftast talað um það, sem hér er nefnt sálfræðiráðgjöf (psychological counseling). Annars staðar er gerð tiiraun að skýra nokkuð hugtakið ráðgjöf. Lesendur eru beðnir að gera sér ljóst, að þessi liugtök flest hafa verið í mótun og þróun s. 1. 50—70 ár. Merkingabreyting hefur orðið í orðunum á hinni sömu tungu, en auk þess einnig misstiga þróun milli þjóðríkja og menningarsvæða. Því vill oft gæta nokkurrar ósamkvæmni og jafnvel ruglings, þegar hugtökin eru þýdd eða þeirn gefin merking í þjóðfélagi, þar sem aðstæður eru aðrar. Til glöggvunar set ég hér tvær skilgreiningar á skólasálfræði, eí'tir kunna sérfræðinga: „Skólasálfræði er sú grein sálfræði, er íæst við nemandann sem mann í víxlverkan hans og viðfangi við uppeldis- og menntunaröfl umhverf- isins.“ (M. A. Wliite). „Skólasálfræði sem hagnýt grein snýr að því, hvernig reynsla og nám nemanda í skóla hefur áhrif á og breytir gengi hans félagslega, geðrænt og við nám.“ (Gottsegen). Eins og drepið var á hér að framan, er sér- stæði skólasálfræði sem sérgreinar ekki enn full- mótað, en greinilegt er þó, að hún er hvarvetna sprottin upp úr þrern meginviðfangsefnum eða vandamálum: 1. Greindarmœlingar — sérkennsla. Löngu er kunnugt, að menn eru mismun- andi liæfileikum búnir og ólíkir að gerð (indi- viclual differences). Nýtt svið opnaðist, þegar til kom sálfræðileg tækni, sem gerði kleift að mæla greindaratferli og hæfileika með nokkurri hlutlægni. Samtímis gætti vaxandi skilnings á þörf sérkennslu fyrir afbrigðilega nemendur. Þessar hræringar allar komast verulega á skrið upp úr síðustu aldamótum. 2. Geðverndarstarf. Geðverndarhreyfingin reis á legg um síðustu aldamót og lætur rösklega til sín taka meðferð og lækningu hugsjúkra og geðveikra. Kunnust varð hreyfing þessi vestanliafs, en Geðverndarfélag Bandaríkjanna var stofnað 1909. Geðverndar- deilclir barna (Mental health clinics for children) eru enn í dag í ýmsum búningi, eitt algengasta snið sálfræðiþjónustu í skólum, annaðhvort ein- ar sér eða sem þáttur í sálfræðiþjónustu byggðar- laga. 3. Starfsleiðsögn. Loks ber að nefna starísleiðbeiningar og hæfni- prófanir, byggðar á fagtækni iðnaðar- og vinnu- sálfræði, en miðaðar við efnahagslegar og félags- legar þarfir þjóðfélags og einstaklinga. Þessi síðast nefnda grein liefur sennilega einna óljósust tengsl við sálfræðiþjónustu í skólum, eins og við lítum á hana í dag. Þó hefur víða tíðkazt, einkum í Bandaríkjunum, að tala um starfs- og námsleiðsögn í sömu andránni (Vocational and eclucational guidance). Eins og áður var nefnt hefur jafnan gætt tog- streitu rneðal skólasálfræðinga til hverrar áttar skyldi stefnt í starfi og viðmiðun. Hefur viðhorf þeirra, að ég ætla, oftast ráðizt af því, í skjóli hverra af þeim þrem viðfangsefnum, sem ég nefndi, eiginleg skólasálfræðileg verkefni voru unnin. Af þessum mismunandi sjónarmiðum leiddi oft, að skólasálfræðingar áttu í vandræðum með starfslegt sérstæði sitt. Þeir sem álitu starf sitt aðallega bundið afbrigðilegum börnum, töldu prófanir, greiningu á námsörðuleikum og skipu- lagningu á kennslu afbrigðilegra aðalverkefni sitt. Geðverndarfólkið taldi varnaðarstarf og með- ferð taugaveiklaðra sitt rétta og verðuga viðfangs- efni, enda væri hefðbundin klinisk menntun skil- yrði um starfshæfi. Starfsleiðbeinendum og ráðgjöfum, sem aðeins höfðu kennaramenntun, hætti til að gera lítið úr faglegum sjónarmiðum, vanmeta þátt sálfræði- þjónustu, en telja það, sem kalla mætti náms- hagræðingu, starfsleiðsögn í forrni einhliða upp- lýsinga og beinar ráðleggingar aðalatriði í starfi. Þessi vinnubrögð hafa mjög skaðað handleiðslu- stefnuna (guidance) í skólunum, þótt raunar sé þar um rangfærslu á grundvallaratriðum að ræða. Staðhæfa má, að sálfræðiþjónusta í skólum sé MENNTAMÁL 7

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.