Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 31

Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 31
Formáli. Skilyrði virkrar ráðgjafar í skólum Á eftir fara nokkrar skoðanir með staðhæfingasniði, líkt og gert er stundum hér að framan. Athugasemdir þessar varða starfið í skólanum og viðhorf í fræðslu- málum. Gagnrýni á stöðu skólans, islenzka menntastefnu og framkvæmd hennar yrði of langt mál. Brýn þörf er þó á fræðilegu mati íslenzkrar skólastefnu, sem er svo mikill þáttur þjóðarsögunnar frá aldamótum. Hingað til höfum við búið um of við áróður og sjálfshól — og jaðrar sumt við þjóðlygar. Eftirfarandi ábendingar eru ritaðar, af því að virk sálfræðiþjónusta, sem að fram- an er lýst, mun ekki reynast áhrifarík, nema íylgt gó menntastefnu, sem leyfir þróun á þann veg. Framsetn- ingarmátinn kann að orka tvímælis, jafnvel vera ósann- gjarn og villandi. Vonandi fylgja umræður á eftir, og þá er vel farið. 1. Erlendis og hér heima er sterk tilhneiging til að reka sálfræðiþjónustu skólanna sem einangraða sérfræðiþjónustu. Oft er ó- beint gefið í skyn, að aðeins þannig sé unnt að veita klíniska og sómasamlega fagvinnu. Sá, er hér ritar, nefnir þetta stundum „slysavarðstofu sjónarmið“. Oft liggur að baki það viðhorf af skólans hálfu, að hann geti ekkert frekar fyrir nemanda gert og verði að losna við hann. 2. Sé þetta sjónarmið raunverulega ríkjandi, er það yfirvarp eitt að reka sálfræðiþjón- ustu undir merkjum skólans. Þá er ein- ungis um að ræða sálfræðilega rann- sóknarstöð eða klinik, sem skólar eiga forgangsrétt að til athugunar á atferlis- trufluðum eða óvenju námstregum nem- endum. 3. Kennarastéttin verður að gera sér Ijóst, hvorn háttinn hún vill heldur: einangraða og kennslufræðilega tiltölulega óvirka sál- fræðiþjónustu fyrir mjög afbrigðilega nem- endur eða gera tilraun til að flytja þekk- ingu frá fræðigreinum um mannlegt atferli inn í skólastarf fyrir alla nemendur. Síðari leiðin krefst verulegrar sameiginlegrar menntunar kennara og starfsmanna sál- fræðiþjónustu, samstarfs og átaka með MENNTAMÁL 25

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.