Menntamál - 01.02.1970, Side 45

Menntamál - 01.02.1970, Side 45
Tiltölulega miklum tíma var varið í að kenna og æfa metrakerfið (nefndar tölur), og því var sá þáttur námsefnisins látinn vega mest. Innan hvers þáttar er þess svo gætt að láta Jiinar ýmsu aðferðir koma fyrir, t. d. að í deilingardæmunum sé deilir bæði brot og tugabrot, sömuleiðis deili- stofn. Gagnsemi atriðatöflunnar er e. t. v. ljós- ari í öðrum námsgreinum. Allir kennarar kannast við, hve erfitt getur verið að semja prófspurningar. Eins og áður hefur verið bent á, er auðveldast að prófa bein minnis- atriði. Sú hætta er því fyrir hendi, að þau taki of mikið rúm á prófinu, og aðrir náms- þættir, sem æfðir hafa verið, verði útundan. Það er líka misauðvelt að semja spurningar úr hinum ýmsu hlutum námsefnisins, og prófið verður því oft miðlungi gott sýnis- horn þess námsefnis og þeirra námsþátta, sem það á að spegla. Atriðataflan þvingar þann, sem prófið semur, til að semja spurn- ingar úr öllu námsefninu. Það er rétt að minna á, að námsmark- miðin eru hvorki séreign né leyndardóm- ur kennarans. Nemendur eiga engu síður en kennarar að hafa aðgang að þeim. Mager (4) segir meira að segja, að séu náms- markmiðin sett skýrt fram í upphafi náms- ins og fengin nemendum í hendur, þá þurfi kennarinn e. t. v. ekki meira að gera. Þótt hér sé viljandi verið að ýkja, þá er nokkur sannleiksneisti fólginn í þessu. Það er oft talinn einn ókostur prófa, að {kiu beini kennslu og námi inn á óæskilegar brautir. Það geta þau auðveldlega gert. En ef við byrjum á að gera okkur ljóst, hverj- ar eru hinar æskilegu brautir, setjum fram námsmarkmið í samræmi við það og gerum jafnframt áætlun um, hvernig við ætlum að meta, hvernig ferðin sækist, þá getur sú matsaðferð, skrifleg próf eða annað, beint nemandanum þangað, sem við viljum að liann fari. Heimildir. 1. Bloom, Benjamin S. (ritstjóri); Taxonomy of Educational Objectives. New York, 1956. 2. Gronlund, Norman E.: Constructing Achi- evement Tests. New Jersey, 1968. 3. Gronlund, Norman E.: Measurement and Evaluation in Teaching. New York, 1965. 4. Mager, Robert F.: Preparing Instructional Objectives. l’alo Alto, 1962. 5. Making the Classroom Test — A Guide for Teachers, Educational Testing Service, New Jersey, 1959. Vitnisburður um námsgengi Eitt af hlutverkum skólanna er ótvírætt að fylgjast með framförum nemendanna og veita þeim, aðstandendum þeirra, öðrum skólum eða væntanlegum vinnuveitendum þær upplýsingar, sem hverjum einum kem- ur að mestu gagni. Hér á landi leysum við þetta á mjög einfaldan hátt með einni einkunn í hverri grein, en þær upplýsingar eru mjög takmarkaðar. Átta ára gamalt barn kemur heim með einkunnina 5 í lestri. Eðlilegt er að foreldrar spyrji: Er þetta gott eða lélegt? Er barnið í framför? Sýnir það viðleitni? Er eitthvað sérstakt, sem veldur því erfiðleikum? Foreldradagar eiga að nokkru að vera sá hlekkur, sem vantar. Á barnaskólastigi tekst það sennilega allvel, þegar einn og sami kennari kennir flestar námsgreinar, en strax og sérgreinakennsla eykst, duga þeir skammt. í tilraunamenntaskóla, sem tengdur er ríkisháskólanum í Illinois, hefur þetta vandamál verið mikið rætt og leyst með því að senda fjórum sinnum á skólaárinu (sem MENNTAMÁL 39

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.