Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 17
Orðalisti Handleiðsla: Menntunarsálfræði: Námsleiðsögn: Sálfræðileg meðferð Sálfræðiráðgjafi: v__________________________________________________________________________J Guidance (e), vejledning (d), rettleiing (n). Hér skýrð sem almennt stefnu- mið í uppeldi og kennslu. (Sjá um handleiðsluhugtakið). Einstaklingur er talinn hafa eðlislæga viðleitni til heilbrigði, vaxtar og fyllri sjálfsvitundar. Uppalendur og kennarar styðja barnið og nemandann til sjálfstæðis og persónulegs sérstæðis (identity). Kennsla í anda þessarar stefnu beitir aðferðum, sem gerir nemanda unnt að læra sem mest á eigin spýtur, vinna af skilningi og á eigin ábyrgð. Aðhald og ákveðin skipan við vinnu getur einkennt kennslu og uppeldi undir merki handleiðslustefnu. Uppeldisheimspeki í þessum anda er marg- slungin og á sér langan feril í menningarsögu, heimspeki og uppeldisfræði. Educational psychology (e) pedagogisk psykologi (n). Sú grein sálfræði, sem rannsakar viðfangsefni í námi og kennslu með hugtakakerfi og að- ferðum sálfræði, sem sumar eru beinlinis mótaðar [ þessu skyni. Eldri skilningur, en úreltur, er á þá lund, að inntak menntunarsálfræði sé hag- nýting sálfræðilegrar þekkingar í kennslu og námi. Þetta er að vísu þáttur í menntunarsálfræði, en alls ekki aðalinntak hennar. Má enda segja, að þessi þáttur tilheyri fremur kennslufræði en sálfræði. — Menntunarsálfræði hefur á íslenzku lengst af verið nefnd uppeldissálfræði og svo er enn gert sums staðar í þessum texta. Óvíst er, hvort orðið er heppilegra eða not sé fyrir bæði. Educational guidance (e), pedagogisk veiledning eða rádgivning (n). í þröngri merkingu ráðleggingar um aðferðir við nám, námstækni, upplýsingar um námsbrautir, valgreinar o. s. frv. í víðara skilningi aðstoð við nemendur að velja námsbraut með hliðsjón af getu, áhugamálum og aðstæðum. Náms- leiðsögn er hér talin hluti af verkefni skólaráðgjafa, en getur einnig verið í verkahring sálfræðiráðgjafa. Stundum nefnd sállækningar á íslenzku. (Sjá einnig sálfræðiráðgjöf). „Sálfræðileg meðferð (Psychotherapy), sem byggir á persónulegu sam- bandi ,,therapistans“ og eins eða fleiri sjúklinga, þar sem hinn fyrrnefndi notar sálfræðilegar aðferðir byggðar á skilgreindri þekkingu á persónuleika mannsins í tilraunum til að bæta geðheilsu hins síðarnefnda". Skilgreining þessi á sálfræðilegri meðferð eða sállækningu er tekin úr bók Magary’s (1967). Hún var upphaflega gerð af nefnd kliniskra sálfræðinga innan bandaríska sálfræðingafélagsins Smith f áðurnefndri bók vill ekki greina á milli sálfræðiráðgjafar og sálfræðilegrar meðferðar. Hið síðara vísar þó oftast til sálgreiningaraðferðar Freuds eða afbrigða af henni. Counseling psychologist (e) (sjá sálfræðiráðgjöf). Sálfræðingur, sem sérhæf- ir sig í aðstoð við skjólstæðinga, sem þjást af persónulegum aðlögunar- vandamálum, oftast tengdum námi og starfsvali. Aðgreining frá kliniskum MENNTAMÁL 11

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.