Menntamál - 01.02.1970, Side 11

Menntamál - 01.02.1970, Side 11
Samningur um útgáfu tímaritsins Menntamála. 1. gr. Eigendur ritsins, Samband íslenzkra barna- kennara (SIB) og Landssamband framlialds- skólakennara (LSFK), annars vegar og Félag háskólamenntaðra kennara, Félag háskólakenn- ara, Félag menntaskólakennara, Félag kennara- skólakennara, Fóstrufélagið og Skólarannsóknir Menntamálaráðuneytisins liins vegar gera með sér svofelldan samning um útgáfu tímaritsins Menntamála frá 1. janúar 1970 óákveðinn tíma með 6 mánaða uppsagnarfresti; samningurinn skal þó endurskoðast að ári liðnu. Efnahagur ritsins og rekstur til ársloka 1969 er óviðkomandi þessum útgáfusamningi. 2. gr. Samband íslenzkra barnakennara, Landssam- band framhaldsskólakennara, Félag háskóla- menntaðra kennara, Félag háskólakennara, Fé- lag menntaskólakennara, Félag kennaraskóla- kennara og Fóstrufélagið greiða áskriftargjöld jafnmargra kaupenda og félagaskrá þeirra segir til um á liverjum tíma. Þeir, sem eru félagar í tveimur ofangreindra félaga, skulu þó aðeins greiða áskriftargjald í öðru þeirra. Skólarann- sóknir leggja frarn fjárhæð, er svarar til 500 áskriftargjalda ár hvert og hafa ráðstöfunarrétt á 50 eintökum hvers lieftis. 3. gr. Ritnefnd skipa einn fulltrúi frá hverjum ofan- greindra aðila, nema SÍB, sem hefur 3 fulltrúa, og LSFK, sem hefur 2 fulltrúa. 4. gr. Ritnefnd ræður ritstjóra, afgreiðslumann og aðra starfsmenn og ákvarðar starfssvið þeirra og kjör. 5. gr. Ritnefnd kemur saman til reglulegra funda í fyrstu viku hvers útgáfumánaðar til ákvörðunar urn efnisval og annarra undirbúningsstarfa að útgáfunni. 6. gr. Ritið skal koma út minnst 6 sinnum á ári. 7. gr. Efni ritsins verði sem næst að þriðjungi upp- eldis- og kennslufræðilegt, að þriðjungi skóla- málaefni ýmiss konar og að þriðjungi tengt félagsmálum samtakanna, sem að útgáfunni standa. Uppeldis- og kennslufræðiefnið verði sérprent- að þannig, að unnt sé að losa það frá heftinu og safna Jjví saman í þar til gerðar möppur, sem útvegaðar yrðu í þessu skyni. Skólamálaefnið verði m. a. fréttir af skólastarfi og nýjungum á sviði uppeldismála hér á landi og erlendis, kynning skóla og viðtöl við kenn- ara og skólamenn. Félagsmálaefnið verði m. a. kynning á ctarf- semi aðildarfélaganna, fréttir frá svæðafélög- um, sérgreinafélögum, erlendum kennarasam- böndum o. s. frv. Hverju aðildarfélaganna verði gefinn kostur á að ráðstafa ákveðnum síðufjölda árlega samkvæmt nánari ákvörðun ritnefndar. Leitazt verði við að taka fyrir ákveðið mál í hverju hefti, sem reynt yrði að varpa ljósi á frá ýmsum hliðum og gera skil í stuttu rnáli. Ritnefnd skal Jjó lieimilt að víkja frá Jjessari efnisskipan, ef hún telur ástæðu til. 8. gr. Samningur þessi er gerður í átta samhljóða ein- tökum, og skal eitt eintak vera í vörzlu hvers samningsáðila. Merki S.I.B. Stjórn S. í. B. hefur falið afmælisnefnd S. í. B. að efna til samkeppni um merki fyrir samtökin. Tillögum skal skila fyrir 1. september 1970. Tvenn verðlaun verða veitt, kr. 10.000 og kr. 5.000. Tillögur skulu merktar dulnefni, en rétt nafn skal fylgja ásamt dulnefninu í lokuðu umslagi. Skrifstofa S. í. B. veitir nánari upplýsingar. Afmælisnefndin. MENNTAMÁL 5

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.