Menntamál - 01.02.1970, Qupperneq 33

Menntamál - 01.02.1970, Qupperneq 33
Hún verður ekki áhrifameiri né virkari en menntakerfið sem skipulagseining gerir kleift og valdamenn telja nauðsyn. Sálfræðiþjónusta skólanna er helzti full- trúi þeirra fræða, sem leitast við að skilja manninn, eðlisgerð hans og atferli. í þessum skilningi er sálfræðiþjónusta í skólum einnig aðaltalsmaður nemenda og kennara í stöðugri viðleitni þeirra að sjá glýjulaust kjarna mannlegs veruleika og endurtúlka hann með hverri nýrri kyn- slóð. Þannig verður sálfræðileg þekking helzta tæki skólans sem þjóðfélagsstofn- unar til að stuðla að og berjast fyrir þró- un menntastefnu og félagslegum fram- förum. 13. Krafan í dag er mótun menntastefnu, sem geri nemanda og kennara í mann- eskjulegum samskiptum að kjarna og viðfangi skólastarfsins. Undanfarið hefur mest verið hugsað um skólamál sem kerfi og námsefni á bókum, er síast skuli inn í nemendur. Raunar er þess aðeins vænzt um þá, sem geta ,,lært“. Nemandinn og kennarinn hafa báðir gleymzt. 14. Helztu einkenni og aðalvandi íslenzkra skólamála í dag er frumstæði og þróunar- leysi stofnana menntamála. Þessu fylgir vanræksla og handahóf á framkvæmd skólamála. lnnra starfi skóla er lítið sinnt. Léleg fagmenntun kennara, stjórnenda skóla og stofnana er hér í senn afleiðing og orsök. Stofnanir og störf verða til á pappírnum. Yfirlýsingar, orð, lagaákvæði, koma í stað athafna. Þetta mætti nefna,,fiatlux“—að- ferðina verði Ijós. Og sjá, allt er harla gott. Forystumenn kennarasamtaka móta ekki stefnu og gefa pólitískum aðilum og em- bættismönnum aðstöðu til að reka ein- hliða innihaldslitla hentistefnu. Dæmi um „keisaraleg föt“ af þessu tagi eru mýmörg. Nefna má Æfinga- og til- raunaskóla Kennaraskólans og Kennslu- stofnun Háskólans í uppeldisvísindum, sem aldrei hefur fengið starfsaðstöðu. Fræðslulögin frá 1946 eru merk yfirlýsing, en aldrei verið framkvæmd. Stöðnun Kennaraskóla íslands eftir heimstyrjöld og skeytingarleysi um eflingu mennta- málaráðuneytisins eru dæmi um þróunar- leysi stofnana. Fræðsluskrifstofur hafa aldrei hlotið viðurkenningu né verið skipu- lagðar, nema í Reykjavík, sem hefur þó alltaf átt í vök að verjast. Mál er að töfrahyggju Ijúki, þar sem nafn- giftir koma í stað verka. Draumurinn og ævintýrið voru íslendingum nauðvörn í umkomuleysi og björguðu sjálfsagt oft frá vonleysi og uppgjöf. Öfughverfa er þjóðrembingur og sjálfsblekkingar. Til- finning fyrir tilgangsleysi og síðan kald- hæðni fylgja oft í kjölfarið. Linka og sýnd- armennska okkar í menntamálum, er eitt hættulegasta tilræði síðari tíma við sam- hengi íslenzkrar menningarviðleitni. 15. Foreldrar og kennarar eiga að sameinast í baráttu fyrir þeirri stefnu, að skólinn bjóði nemanda og kennara vinnuað- stöðu, sem gerir kennslu og nám fram- kvæmanlegt með mannúðlegum hætti fyrir mjög ólíka nemendur. Hér er átt við atriði eins og starfshæfi kennara, náms- bækur, daglegan vinnutíma í skóla, lengd skólaárs, bókasafn og lestrarsal, vinnu- aðstöðu kennara, samstarf við foreldra og þátt skólans í félags- og menningar- lífi byggðarlags eða bæjarhverfis. Skólamál eru ævinlega stjórnmál. MENNTAMÁL 27

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.