Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 26

Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 26
9. Þar sem unnt reynist aS mynda sálfræði- lega- og kennslufræðilega miðstöð (Reykjavík) skal hún eiga samvinnu við mennta- eða rannsóknarstofnanir, sem annast fagmenntun kennara eða vinna að rannsóknum í þágu skóla og kennslu- aðferða. Starfið í skólunum. 1. Starfsfólk hvers skóla myndi það, sem hér er kallað ,,menntunarsamfélag“. í því felst stöðug viðleitni kennara skólans, undir forystu skólastjóra að halda and- legri og starfslegri hæfni, fylgjast með nýjungum, deila hugmyndum og reynslu. 2. Skólastjóri veiti sálfræðiþjónustu, nem- endavernd og ráðgjöf brautargengi innan veggja skólans. Örugg forysta skólastjóra og stöðug örvun bæði kennurum og sál- fræðingum, sem vinna við skólann, er frumskilyrði til starfa í þessum anda. 3. Faglegt starf sérfræðinga í skólanum er m. a. fólgið í eftirfarandi: a) Miðlun vitneskju og ráðgjöf um ein- stök rannsökuð börn og umræður um önnur, sem áhyggjum valda. b) Ráðgjafar, sem til þess hafa hæfi, leið- beina um ,,grúppudynamic“, í bekk, mót- un viðmóts við félagslega eða geðrænt afbrigðileg börn, ræðafagleg starfsvanda- mál kennara o. s. frv. c) Fundir af ýmsu tagi fyrir kennara bekkjadeilda í sama árgangi, leiðbeining- ar um nám og foreldrafundir. Einnig sam- talsfundir foreldra og kennara og loks „grúppu“-fundir af ýmsu tagi og á ýmsum stigum, sem kennarar mynda að eigin frumkvæði. Haldnir yrðu fundir með nem- endum. d) Skólasálfræðingur ræðir við einstök börn, athugar í skólunum nám og e. t. v. hæfileika, bæði inni í bekk og í vinnustofu í skólanum. e) Aðalsamstarfsmenn sérfræðinga frá miðstöð í barnaskólanum eru kennarar afbrigðilegra nemenda með framhalds- menntun, svo sem talkennarar, sem oft yrðu einnig forstöðumenn lesstöðva eða leshjálpar. Þessir sérmenntuðu kennarar yrðu sálfræðingum í barnaskólum svip- aðir hjálparmenn og skólaráðgjafar eru í framhaldsskólum. MENNTAMÁL 20

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.