Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Side 9

Menntamál - 01.10.1970, Side 9
Valgerður Briem teiknikennari: Þróun myndvits Um hvað er rætt? HVAR: Þróun myndvits í iðnaði? Verkfræðilegum framkvæmdum? Þróun myndvits í listum? Listsögulega þróun? Tæknilega þróun? Eða er rætt um þróun myndvits í uppeldis- málum, þróun myndvits í skólamálum þjóða? Þróun myndvits í kennslukerfinu, í stunda- fjölda, sem myndviti, myndkennslu, er ætlað- ur innan skyldunámskerfis? Eða er rætt um þróun myndvits í SÁLUM MANNA: Er hér rætt um hina INNRI SÝN? Þróun myndvits þarf ekki að vera „jákvæð". Þróun myndvits getur verið óþjóðfélagsleg, get- ur verið upþreisn gegn ríkjandi gildi, gegn hefð og rótgrónum vana ,,að Ijúga sjálfa oss dauða". Þróun myndvits er oft löðrungur á hvers mið- aldra manns tilfinningar um fegurð, iegurðarhugtak liðins tíma: þá fegurð, sem var. Þróun myndvits hefur vart orðið samferða þeim tæknilega sjónauka, sem tæknleg vís- indi hafa án miskunnar dengt yfir nútíma- manninn: OKKUR, yfirþyrmt okkur með, sökkt okkur bókstaflega í þá háskalegu breidd í myndsýn, er við stöndumst varla, er við höf- um tæpast siðþrek að standast, né sálstyrk að móttaka. Því að þróun myndvits hinnar INNRI SÝNAR hefur staðið í stað: Hugsjónin, hugsæið, hefur fremur blindast, myndsýnin afrækst í öllu innra uppeldi þess- arar tækni- og vísindaaldar, sem við erum borin til, þessarar aldar, sem börn okkar gera uppreisn gegn. Hugir mannanna eru margvíslegir. Flest okkar hugsa í myndum, myndsýnum, eða myndaröðum, myndbrotum, snöggum Ijós- leiftrum mynda farins vegar eða myndljóstr- um þeirra áætlana um veginn fram, veginn hins ókomna út í 4. víddina: tímann. Sum okkar hugsa ekki neitt. Eða þá við hugsum í ómeðvituðum tilfinningaórum og látum reka, tökum ekki afstöðu, önnur okkar hugsa í MENNTAMÁL 155

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.