Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Qupperneq 10

Menntamál - 01.10.1970, Qupperneq 10
verkum, hugsa í framkvæmdum, eSa þá í arði, öll eigum við það þó sameiginlegt, að ORÐIÐ, þetta flugbeitta tákn og samgöngu- tæki — hugsunar manna á jörð er túlkandinn, tengillinn, er gerir mynd huga okkar öðrum skiljanlega. í RITNINGUNNI STENDUR: ,,í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var GUÐ.“ Er ORÐIÐ þar? Er orðið Guð? Er það enn tákn máttarins? ORÐIÐ, yddað, afvegaleitt, ofnotað, ei lengur í huga tært, eimað, hugsað, heldur frá Guði íarið í hundskjafta: FRÉTTASNÁPA, PÓLITÍKUSA. Að viðbættum okkur kennurunum. ORÐIÐ er orðið úrelt. Þanið, teygt hefur það hundelt okkur og segir okkur ei lengur það, sem við hugsum. Það er MYNDIN, sem er tekin við og var frá upphafi Og þarf ei fjölyrða: hve löng væri saga manns á á jörð, ef myndin gæfi ei upplýsingar um hana, annað hvort með höggnum, skornum, mótuðum, ristum myndum forsögulegra tímabila mannlífs hér, eða þá uppgröfnum fundnum mannvistarleifum eftirskildum, eða þá vísindalega tímasettum og greindum jarðlögum og sjávardjúpa eða annarra hnatta náttúrufyrirbærum? Athugum samt nánar samvinnu þessara tveggja afla í öllu mannlegu lífi: ORÐS og hins sýnilega tákns orðs: MYNDAR : LETURS. Hversu hrikalegar svokallaðar „framfarir", sem iðnbylting 19. og nú 20. aldar hafa leitt yfir menn og málleysingja, lifandi og dauða náttúru þessa hnattar og brátt annarra, — „framfarir“, sem virðast stjórnlaust án vits stefna öllu lífi á jörð í voða, eru þó þær vís- inda- og tækniuppgötvanir, þær „framfarir“ EKKERT á móti því ef þær mættu ORÐINU í afli máttarins, því lifandi ORÐI, er lysti niður í huga mannanna að hugir þeirra samstörf- uðu gegn aðsteðjandi vanda. ORÐ! Þessi enn mesta uppgötvun manna á jörð, ORÐ: Það mannvit í mótun, er myndaði málið, og mynd þess táknið, ORÐ, HEYRN, MINNI, það eru samt, enn ótvírætt, undir- staðan í öllu uppeldi, sú ríkjandi hefð í fram- kvæmd skólunar. Og það er útilokað að tala um þróun mynd- vits, án þess að viðurkenna, að ofnotkun hljóðminnis hefur ásamt kröfunni um orð- minni skert jafnvægið milli skilningarvita, milli jafngildra, jafn nauðsynlegra, jafn mikilvægra eðlisþátta í heildar-persónumótun allrar skóla- æsku í dag, bæði innan okkar nú ríkjandi menntunarkerfis, samkvæmt lögbundinni námsskrá skyldufræðslu, og innan heilabúa þeirra, er ábyrgir gjörast varðandi næstu út- gáfu heildarlöggjafar ditto. Og á ég þar ekki við, að MYNDINA sem slíka vanti í uppeldi, í þjóð- líf, í heildarframleiðslu þess, sem boðið er fram í þessu neytendaþjóðfélagi, þessu of- neyzluþjóðfélagi okkar, heldur MYNDVITIÐ, MYNDGILDIÐ, MYNDÁBYRÐ. Fjölmiðlar okkar eru vægast sagt lítt myndvandir. Stjórnarvöld okkar myndblind á myndgildi lands og listar? Yfirvöld menntamála myndvana I afstöðu til mynd- vits? Hvað stoða slík stóryrði, jafnvel þó sönn væru? Því að það er enginn vandi að tala um hlutina. Það er jafnvel enginn vandi að framkvæma hlutina. En að framkvæma þá á þann veg, að afleiðingar framkvæmd- anna verði til góðs. Þar liggur vandinn. Engin manna- verk standast tímann: 4. víddina, sem dregur sinn fiðlu- boga og jafnar það liðna, að það sem gert er, geti þó orðið þvi grasi áburður, sem yfir grafir grær: Sé upprunaleikans gætt. Og jafnvægis: Einnig á þeim metaskálum, sem útdeila mennlun. Þeim metaskálum, er ákvarða hvert sinn, hvað sé menntun: Menntun heilans hefur á þessari vísinda- og tækniöld algjört setið í fyrirrúmi fyrir mennt hjartans: tilfinninganna, innsæisins: Þess NÆMIS á gildi, á sönn innri gildi þess jafn- vægis, er hverjum heilvita manni er meðfætt að skynja, að nauðsynlegt er í öllu uppeldi sínýrra manna á sínýrri jörð: Það eina, MENNTAMÁL 156

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.