Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Qupperneq 16

Menntamál - 01.10.1970, Qupperneq 16
Jóhann S. Hannesson fv. skólameistari: Þýðing myndlistar- kennslu fyrir nemendur Samkvæmt dagskrá þessarar ráðstefnu er um- ræðueíni mitt þýðing myndlistarkennslu fyrir nemendur. Það mun engum koma á óvart, þótt ég byrji á því að takmarka viðí'angseíni mitt: jjýðing myndlistarkennslu fyrir nemendur er meiri og margvíslegri en svo, að henni verði gerð skil á jreim tíma, sem ég hefi til umráða, né jafnvel Jjótt ég fengi að tala svo lengi sem ég entist til. Dagskrá ráðstefnunnar er þannig háttað, að ég J)arf ekki að fjalla um Jiátt myndlistarkennslu í almennri menntun nemenda né heldur um gildi liennar fyrir nemendur eftir að Jæir eru komnir út í atvinnulífið. Ég mun, í stuttu máli sagt, leiða hjá mér að ræða Jíýðingu myndlistar- kennslunnar fyrir nemendur eftir að Jæir eru hættir að vera nemendur, og einskorða mig við gildi slíkrar kennslu fyrir nemendur meðan þeir eru enn nemendur. Ég held ég l'ari ekki með neinar meiriháttar ýkjur, þótt ég segi, að Jjegar við ræðum um hlut- verk skólanna, tilgang námsins, markmið hinna einstöku þátta í námsskránni, hætti okkur til að einblína um of á undirbúningslilutverk skól- anna. Ef gera Jjarf grein fyrir Jjvi, sem fram fer í skólunum, er langalgengast, að Jjað sé réttlætt með Jjeim rökum, að nemendur þurfi að vita Jjetta eða geta liitt „Jjegar út í lílið kemur“, eins og Jjað er orðað. C)g að sjállsögðu er þetta satt og rétt, svo Jangt sem Jjað nær, Jjótt okkur kunni stundum að missýnast um mikilvægi Jjessa eða hins. En skólinn hefir fleiri hlutverkum að gegna en að búa nemendur undir misjafnlega fjarlæga framtíð. Bernska og æska eru ekki forgarður Jjar sem unglingurinn bíður Jjess að honum verði snögglega hleypt inn um hliðið að lífinu sjálfu, þegar honum hefir verið séð fyrir nægilegam undirbúningi; jjær eru lífið sjállt, jafnt og önn- ur aldursskeið. Fullorðnum er að vísu tamt að álíta tilverusvið unglingsins takmarkað og Jjröngt, en Jjað er áreiðanlega álitamál, hvort Jjrengi meir að einstaklingnum, reynsluskortur barns og unglings eða ábyrgð og alvara liins svo- kallaða fullgilda Jjjóðfélagsþegns. Hvað sem Jjví líður, er mergurinn málsins sá, f/IENNTAMÁL 162

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.