Menntamál - 01.10.1970, Qupperneq 18
leitt ekki að sjá eða heyra, að listkennslan á fyrri
skólastigum hafi haft djúp eða varanleg áhrif á
hugsunarhátt þeirra eða tilfinningalíf.
Þótt ég hafi gerzt svo djarfur að tiltaka hlut-
verk — eða öllu heldur einn þátt í lilutverki —
listkennslu í skólum, er ég þess ekki umkominn
að segja þeim, er listkennsluna eiga að annast,
fyrir verkum. En ég er þess fullviss, að þeir munu
vita, hvað til bragðs skuli taka, þegar réttmætt
tækifæri gefst, enda er úr allmiklu að moða, þar
sem er reynsla annarra þjóða í þessum efnum.
Ég hef því í rauninni litlu að bæta við það, sem
þegar er sagt.
En áður en ég lýk máli mínu langar mig þó
að víkja með örfáum orðum að þeirn mótbár-
um, sem að minni reynslu er tíðast hreyft gegn
aukinni listkennslu í skólum — eða jafnvel allri
listkennslu í skólum. Langalgengustu rökin eru
þau, að listhneigð sé meðfæddur, einstaklings-
bundinn eiginleiki, sem aðeins fáum útvöldum
sé gefinn, og að það sé hættulegt að neyða menn
— ekki sízt unglinga — til athafna, sem þá skort-
ir áhuga og hæfileika til að framkvæma á nokk-
urn veginn sómasamlegan hátt. Sjálfur hefi ég
aldrei fundið gilda ástæðu til að fallast á þessi
rök. Því er sennilega ekki að neita, að skapandi
listagáfa sem um tnunar er tiltölulega fáum gef-
in. En sama máli gegnir um afburðahæfileika á
hvaða sviði sem er. Ég veit ekkert sem bendir
til þess, að menn séu misgefnari fyrir listir en
til dæmis erlend tungumál, eða stærðfræði, eða
sögu eða aðrar námsgreinar, sem sjálfsagt þykir
að gefa öllum kost á að stunda. í mjög skemmti-
legu útvarpsspjalli um skák á laugardaginn var,
urðu fjórir ágætir skákmenn nokkurn veginn
sammála um tvö atriði varðandi íþrótt sína:
annars vegar að hún væri list, og hins vegar að
sérhver sæmilega greindur maður — að frátöld-
um einstaka undantekningartilfellum — gæti
með nægilegri æfingu náð ómaksverðum árangri
í skák. Ég hefi enga ástæðu til að halda, að ekki
gegni sama máli um aðrar listir — allar listir.
Ég veit það að vísu, að mikill fjöldi fullvax-
inna manna getur hvorki með ánægju né árangri
fengizt við tilteknar listgreinir. Ég veit þetta
þeim mun betur, sem ég er sjálfur ráðalaus og
bjargarlaus um allt sem lýtur að dráttlist. En
það er ákaflega margt sem bendir til þess, að
við sem þannig er ástatt um séum að meira eða
minna leyti fórnarlömb vanrækslu í uppeldinu,
að hæfileikum — ekki kannske miklum, en jafn-
raunverulegum fyrir því — hali verið leyft að
rýrna af athafnaleysi, eins og á sér stað um ónot-
aða vöðva.
Ég var eitt sinn þar staddur, sem kennarar
ræddu um svokallað málleysi skólabarna nú til
dags. Reyndur skólastjóri batt enda á umræð-
urnar með því að benda á það, að fjöldi barna
er ágætlega máli farinn — þangað til þau koma
i skólana. Er ekki hugsanlegt, að þekkingar- og
skilningsskortur uppalenda, í skóla og utan, á
hlutverki listanna í lífi barns og unglings eigi
einhverja sök á þeirri feimni, þeim ótta og þeirri
vanmáttarkennd, sem einkennir viðhorf allt of
margra — unglinga jafnt sem fullorðinna — til
listanna og sviptir þá arfi sem hver maður er
að öllum líkindum réttborinn til? Ég læt þeirri
spurningu ósvarað. Það eru samt næg rök fyrir
því, að listkennsla í skólum — mikil, vönduð og
Ijölbreytt — sé nemendum lífsnauðsyn.
MENNTAMÁL
164