Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Page 28

Menntamál - 01.10.1970, Page 28
Ásdís Skúladóttir kennari: Verkleg kennsla /r a skyldunáms- stiginu Samkvæmt ákvörðun Allsherjarþings S. þ. 17. des. 1968, er árið 1970 nefnt alþjóðamenntaár. Þessi ákvörðun var tekin að tilstuðlan Mennta- og Vísindastofnunnar S. þ. UNESCO. UNESCO skorar í jjví tilefni á aðildarríkin að gera eins konar uppgjör á menntamálum sínum — mennt- unaraðstöðu allra jjegna sinna. Einn aðal Jrátt- ur þess uppgjörs, sem UNESCO fer fram á, er rannsókn á stöðu kvenna og karla innan skóla- kerlis aðildarþjóðanna. í skýrslu frá Evrópuráði 1965 (nánar tiltekið frá Council for Cultural Co- operation of the Council of Europe: Education in Eurojie, Section II-General and Technical Edu- cation- No. 5. School Systems. Guide. Strassbourg 1965) segir m. a. um menntun á íslandi: „Skyldu- nám: „Samkennsla er í skólunum og án allrar mismununar." (. . . and without any discrimi- nation.“) Skýrsla sú, sem send hefur verið Evrópuráðinu af íslands hálfu, ber vott um algera vanjaekkingu og skilningsleysi þeirra, er skýrsluna sömdu, á Jjví vandamáli, sem hér er um að ræða. Mismunun kynjanna innan íslenzka skólakerf- isins hefur verið lítill gaumur gefinn, hvorki að Jjví er viðkemur verklegum greinum né Jreim upp- 'eldisáhrifum, sem kennarar, lesbækur og verkefni hafa á viðhorf nemandans til sjálfs sín og samfé- lagsins. Staðreyndin er sú, að mikil mismunun á sér stað innan skyldunámsins, og endurspeglast hún skýrt í verklegum greinum. Hér mun reynt að gera nokkra grein fyrir skyldunáminu, hvað Jjær snertir. Námsskrá, ákvæði og orðalag. Eræðslulögin gera ráð fyrir samskólun, og er einungis talað um nemendur í Jjeim lögum. Þó ætlar námsskráin drengjum og stúlkum ólík verk- efni í handavinnu, matreiðslu og hússtjórn. Einn- ig er gert ráð fyrir aðskildum tímum og ólíkum verkefnum í kynferðisfræðslu og íjjróttum. Handavinna skiptist í handavinnu drengja og handavinnu stúlkna. Urn markmið handavinnu drengja segir náms- skráin: „Með handavinnukennslu er að Jjví stefnt að þroska hug og hönd nemandans, glæða form- MENNTAMÁL 174

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.