Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Page 29

Menntamál - 01.10.1970, Page 29
og litaskynjun lians og kenna lionum að hagnýta sér ýmiss konar efnivið. Þá skal lagt kapp á, að hann temji sér snyrtimennsku og reglusemi og að honum lærist að bera virðingu fyrir vinnu.“ Markmið handavinnu stúlkna er: „Með handa- vinnukennslu er að því stefnt að æfa hug og hönd nemandans og kenna þeim að bera virðingu íyrir líkamlegri vinnu. Þeim þarf að lærast að meta fagra og vandaða vinnu, hvort h'eldur er um nauðsynjamuni að ræða eða þá, sem ætlaðir eru til skrauts og fegrunar á heimili. Æla þarf og þroska vandvirki nemendanna, efla smekkvísi þeirra á val verkefna og kenna Jjeim að vita skil á efni því er þeir vinna úr.“ Vert er að veita athygli þeim orðalagsmismun, sem kemur hér fram: DRENGIR. . þroska hug og hönd . . .“ „ . .. hagnýta sér ýmiss konar efnivið ...“ ,, . . . virðingu fyrir vinnu . . .“ ,, . . . glæða form- og litaskynjun hans . . .“ STÚLKUR. „ . . . æfa liug og hönd . . .“ „ . . . meta fagra og vandaða vinnu til — skrauts og fegrunar á lieimili . . .“ „ . . . virðingu fyrir líkamlegri vinnu . . .“ Orðalag gefur glöggt til kynna að markmiðin eru ólík, eðlismunur þeirra er augljós. Þegar rætt er um handavinnu stúlkna í námsskrá, er ævinlega talað um nemendur í fleirtölu og tekið fram, að æskilegt sé, að kennslan fari að miklu leyti fram sem hópkennsla. Þar er hvergi minnzt á, að verkefnið skuli liæfa hverjum nemanda sem einstaklingi, cnda skýrt tekið fram, hvaða verkefni eigi að vera á liverju aldursskeiði. I handavinnu drengja er lögð áherzla á ein- staklinginn, eins og t. d. þetta orðalag sýnir: „ . . Reyna alltaf að velja liverjum nemanda hæfi- legt verkefni . .“, „ . . leitast við að velja verkefni, sem nemandinn hefur áhuga á ..“, „ .. hafa sem fjölbreyttast verkefnaval í hverjum aldurs- flokki..“. Tekið er fram, að námsskrá sé höfð all- rúm, „ .. þannig að kennari og nemendur hafi allfrjálsar hendur varðandi val og meðferð við- fangsefna ..“. Enn augljósari verður mismununin, þegar litið er á verkefnin sjálf og hin uppeldis- legu innri áhrif þeirra. Verkefni stúlkna, 9-12 ára. Á öllum þessum stigum er gert ráð fyrir að kennt sé að fara með prjóna, nál, heklunál og frá 10 ára aldri saumavél. Prjónað sé t.d. brúðu- löt, utan um herðatré, þvottapoki, vettlingar, há- leistar og kenndar viðgerðir á prjónlesi. Með nálinni séu saumaðir dúkar, nálapúðar, handavinnupokar, kennt að stoppa og merkja. Með heklunál séu t.d. heklaðir pottaleppar. 1 saumavél skal t.d. sauma koddaver, eldhússvuntu, kappa og svuntu. Verkefni drengja, 9-12 ára. Erfitt er að gefa heildarmynd í stuttu máli af verkefnum drengja, jrau eru jrað fjölbreytt og upptalningar um miiguleika enda alltaf á orðun- um o. fl. 9 ára drengir eiga að fá kennslu í tréföndri, út- sögun og mótun í pappírsmauk. Þess er getið, að pappírsmauk sé sérlega vel til jjess fallið að fá nemendur til Jress að hugsa og vinna sjálfstætt. Pappírsmauk er ekki ætlað sem verkefni fyrir stúlkur. Drengjum ber samkvæmt námsskrá að fara með ýmiss konar verkfæri, svo sem sög, mæli- kvarða, hornmát, hamar, borsveif, úrsnara, bjúg- hníf, skrúfjárn, holjárn, rissali og Jjvingur. Sem dæmi um verkelni Jjeirra má nelna: (smíðar, pappa- og leðurvinna) bíla, báta, flugvélar, skurð- bretti, bréfastæði, bókastoðir, blómapressur, sleð- ar, flugmódel, veski o. s. frv. Höfuðþættirnir eru almennar smíðar, pappírs- og leðurvinna, útsög- un og tálgun. Ennfremur er kveðið svo á, að æskilegt væri, að drengjum á Jjessum aldri væri gefin kostur á æfingu í að fara með nál og tvinna, t. d. í sambandi við einföldustu viðgerðir á föt- um, festa tölur og stoppa í sokka. Hér er ekki djúpt tekið í árinni, enda vart ástæða til, því ef við höfum verkefni stúlknanna í huga, er Jjað MENNTAMÁL 175

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.