Menntamál - 01.10.1970, Síða 32
eini. (Sbr. bréi til SÍB frá Sveriges Lárarförbund
með upplýsingum um þessi mál).
Heimilisfræði er yfirgripsmikil námsgrein, og
eru þessi atriði helzt: Næringargildi fæðunnar og
undirstöðuatriði í matargerð. Heimilið og fjöl-
skyldan, skyldur hennar, réttindi og ábyrgð.
Vinnuhagræðing á heimili. Persónuleg og almenn
neyzla. Persónulegur og almennur fjárhagur.
Staða kynjanna í samfélaginu. Persónulegt og al-
mennt hreinlæti. Samskipti fólks og ólíkra hópa
í samfélaginu.
Um almennan tilgang heimilisfræðinnar segir
m. a. svo: „ ... Kennslan á að búa nemendurna
undir eigið fjölskyldulíf og opna augu þeirra
fyrir möguleikum sínum í þjóðfélaginu. Stuðla
að frjálsari persónuleikamyndun og betra jafn-
vægi í samskiptum kynjanna . . .“. Ennfremur:
„Kennslan á að gefa rnynd af hinum ýmsu og
ólíku vandamálum fjölskyldulífsins. Mikilvægi
hjónabandsins, lagalegar og fjárhagslegar skyldur
ræddar. Með beinum samfélagslegum dæmum
rætt um vinnu foreldranna á heimilinu og utan
þess einnig um stöðu annarra og ólíkra samfé-
laga í þessu efni. Varðandi stöðu kynjanna, verður
að taka til athugunar, að liin hefðbundna afstaða
til heimilisverkanna hefur um langan aldur á
ýmsa vegu leitt til misrétds milli kynjanna í dag-
legri vinnu á heimilinu og vinnumarkaðnum.
Abyrgðin á heimilisstörfum og öðrum störfum
innan heimilisins, hefur í höfuðatriðum hvílt á
konunni. Kennslan í heimilisfræði, þar sem allir
nemendur taka þátt í sömu verkefnum, skal
stefna að því að breyta Jtessari afstöðu (skal
aktivt medverka till att ándra pá denna instáll-
ing). Drengir og stúlkur eiga að vinna saman í
hópum við sömu verkefni, vinna þeirra skal dæm-
ast á sama grundvelli, en ekki eftir kyni. Það á
að verða Jteim eðlilegt, að hver og einn sjái um
sína persónulegu hluti og sc Jrar að auki tilbúinn
til að taka sinn hlut af skipulögðum heimilis-
störfum."
Greinin heimilisfræði er kennd í 8. deild 3 st.
á viku og í 9. deild 2 st. í handavinnu eru 2 st.
á viku í 3. deild, í 4., 5. og 6 deild 3 st. á viku,
í 7. og 8. deild 2 st. á viku, og 9. deild I kennslu-
stund á viku.
Noregur:
Skv. skólalögunum frá 10. apr. 1959 er handa-
vinna, smíðar, teikning og skrift felld undir
námsgrein myndíð (forming). Sú grein felur auk
Jsess í sér fjölda annarra verkefna, svo sem mynd- ^
mótun, leirsmíði, málmsmíði, útskurð, ljósmynd-
un og alls konar mótunar- og skreytingarvinnu,
sem miðar að Jnoskun listrænnar sköpunar. Einn-
ig er vinnan tengd atvinnuháttum. Þessi grein er
ætluð bæði piltum og stúlkum.
Heimilisfræðin er einnig sérstök námsgrein,
sem kennd er bæði piltum og stúlkum. Á að gizka
y8 hluta alls kennslutíma á skyldunámsstigi er
varið til kennslu í myndíð og heimilisfræði.
Vorið 1969 samjjykkti stórjringið ný lög um
skyldunámið og skulu Jtau lög öðlast gildi 1.
júlí 1971. Nefnd vinnur að tilhögun um nýja
námsskrá á grundvelli laganna. Þess er vænzt, að
brátt liggi fyrir niðurstöður nefndarinnar, og jafn
framt er búist við, að breytingar verði á greinun- j
um heimilisfræði og myndíð.
í bókinni Vár nye grunnskole (Oslo 1969) ræða
tveir Jíekktir skólamenn Alfred Oftedal Telhaug
og Svein Egil Vestre, um Jrað, hvað verða muni,
er nýju lögin ganga í gildi. I Jreim kafla, sem
fjallar um íjölskyldulífið, segir m. a., lausl. þýtt:
„ . . . ein af þessum breytingum er sú, að heim-
ilið er ekki lengur vinnustaður fyrir alla eða flesta
heimilismenn, eins og áður var. Heimilið hefur
Jtar að auki almennt ekki tök á að kenna þá
vinnu, sem enn fer þar fram. Þetta speglast í
kennslugreinunum á þann hátt, að handavinna
og heimilisverk fyrir drengi og stúlkur eru fyrir
löngu komin inn á námsskrá. Önnur Jjróun varð- x
andi heimilið er sú, að hin gamla starfsskipt-
ing kynjanna er ekki eins skýr, þ.e.a.s. að matseld,
þvottur og viðgerðir á fötum sé kvennaverk, en
karlar sjái um viðgerðir innanhúss og utan. Það
er í tengslum við þessa þróun, að lieimilisfræði
er orðin skyldufag fyrir drengina, og að námsefn-
ið í þessum greinum er J>að sama fyrir bæði kyn-
in í námsáætlun fyrir 9 ára skylduskóla. I höfuð-
dráttum skilur námsáætlunin í myndíð og handa-
vinnu ekki á milli pilta og stúlkna. Nefndin tel-
ur, að þetta sé rétt stefna, og að sú skipting, sem
MENNTAMÁL
178