Menntamál - 01.10.1970, Qupperneq 35
Baldur Ragnarsson
kennari:
Hvað
líður
alþjóða-
málinu?
Fyrir þremur árum gaf pólska menntamála-
ráðuneytið út ýtarlega námsskrá í esperanto
handa barnaskólum og miðskólum. í inngangi
hennar segir m. a.:
„Kunnátta í esperanto er mikilvæg í lieimi
nútímans. Þróun í samskiptum milli þjóða hefur
leitt til sívaxandi notkunar alþjóðamálsins á
fjölmörgum sviðum. Kennsla í esperanto stuðl-
ar að menntun æskunnar í anda mannúðarstefnu
og alþjóðahyggju og dýpkar áhuga hennar á um-
heiminum.“
Samkvæmt skýrslu Alþjóðlega esperanto-sam-
bandsins (Universala Esperanto-Asocio) stund-
uðu 18 880 nemendur nám í esperanto í ýmiss
konar skólum víðs vegar í heiminum skólaárið
1968—69, og eru þá ekki meðtaldir nemendur
bréfaskóla. Búlgaría er hér elst á blaði með 2439
nemendur í 75 skólum. Þá kemur Ungverjaland
með 1937 nemendur í 96 skólum, þá Pólland
með 1729 nemendur í 39 skólum, þá Nýja-Sjá-
land með 1318 nemendur í 25 skólum. Þetta
sama skólaár var esperanto kennt í 46 háskólum
í eftirtöldum löndum: Argentínu (1), Bandaríkj-
um Norður-Ameríku (7), Bretlandi (2), Búlgaríu
(6), Finnlandi (1), Frakklandi (1), Hollandi (1),
Indlandi (1), Ítalíu (5), Japan (3), Júgóslavíu (1),
Kóreu (3), Póllandi (4), Sovétríkjunum (1),
Spáni (1), Tékkóslóvakiu (1), Ungverjalandi (5),
Vestur-Þýzkalandi (2).
Á borðinu fyrir framan mig eru fáeinar af
þeim ljölmörgu bókum, sem á síðustu árum
hafa komið út á esperanto. Þar á meðal eru La
Divina Connnedia Dantes, nýjar þýðingar á
nokkrum leikritum Shakespeares, Kalevalaljóðin,
Kóraninn, auk bóka frumsaminna á esperanto.
Allar eru þessar bækur vandaðar að gerð og út-
gáfa einnar þeirra, La Divina Connnedia, með
slíkum afburðum, að hið heimsþekkta menning-
artímarit Unesco Courier helgaði henni heil-
opnugrein á sínum tíma.
Líta má á þetta þrennt, sem nú var drepið á,
sem lítið úrtak úr þeim fjölda staðreynda, sem
varða alþjóðamálið esperanto í heimi núthnans.
Má af þvi ráða, að esperanto heyrir síður en
svo fortíðinni til, heldur er því þvert á móti
svo farið, að málið er í meiri sókn nú en nokkru
MENNTAMÁL
181