Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 40

Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 40
FRUMHERJI FALLINN Einn af frumherjum íslenzkra kennarasamtaka, Bjarni Bjarnason, fv. skóla- stjóri á Laugarvatni, andaðist 2. ágúst 1970. Hann var fæddur 23. október 1889 að Búðarhóli, Austur-Landeyjum í Rangárvallasýslu. Bjarni var þjóðkunnur maður fyrir margháttuð félagsstörf. Hann var fyrsti formaður Sambands íslenzkra barnakennara og mikilsvirtur skólamaður um lang- an aldur. Hann tók virkan þátt í stjórnmálum og átti sæti á Alþingi um skeið. Hann naut hylli skoðanabræðra og viðurkenningar andstæðinga. Bjarni var glæsimenni og drengur góður. Samband íslenzkra barnakennara þakkar honum ágæt störf og minnist hans með djúpri virðingu og þökk. SKÚLI ÞORSTEINSSON, form. S.Í.B. MENNTAMÁL 186

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.